Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1886, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.12.1886, Blaðsíða 3
•147— ar-undirbúningrinn hefir allt fram á allra síðustu tíð fyrir flest- um veriS eini skólinn, sem þeir hafa átt kost á aö ganga í; þeir hafa fengið alla sína œskumenntan þar. AlþýSumenntan hinn- ar íslenzku þjóSar, svo mikil eSa lítil sem hún er, er nálega 811 fengin í gegn um kirkjuna, og þaS er fermingunni einni aS þakka, aS kirkjan hefir veitt þaS, sem veitt er í þeirri grein. En ef þaS er rétt á litiö, að kristindómsfrœöslan hefSi án ferm- ingarinnar í mörgum tilfellum veriS engin, og aS minnsta kosti almennt miklu aumari og ófullkomnari en veriS hefir, skyldi ffiaSr þá líka eklci mega álykta, að sú fermingar-uppfrœSsla, er veitt hefir veriö, hafi fyrir mörgum oröiS skóli til eilífs lífs, hafi orðiS til aS gjöra margan aS sannkristnum manni, sem ekki hefSi annars orSiS kristinn nema aS nafninu ? Yér teljum þaS alveg vafalaust. 0g aS því er fermingarheitiS sjálft snertir, hvort mun það út af fyrir sig eigi hafa orðið mörgum heilagt aS- hald þaðan í frá til aS lifa kristilega ? þaS er ótrúlegt, aS nokkur efist um þaS heldr. En það má fara svo meS hvern í sjálfu sér góöan hlut, aS hann verSi til ilis. þaS má láta þaS, sem getr orSiS og á að verða til blessunar, verða til bölvunar. Og svo má þá líka fara með fermingarsiSinn, og þaS er eigi unnt að neita því, aS svona er einatt með hann farið í vorri kirkju meSal vorrar eigin þjóS- ar. þegar foreldrar flýta sér að láta ferma börnin sín til þess aS eins að „koma þeim í kristinna manna tölu“, eins og þaS er kallaS, án tillits til þess, hvort börnin hafa fengið ljósa hug- ttiynd um grundvallaratriði kristindómsins eSa hvort þau hafa tileinkaS sér evangelíum trúar vorrar eins og persónulega eign síns eigin hjarta, þá er hætt við, að fermingin verSi til meira ills en góSs. þegar sú slcoðan verðr ofan á í almenningsálitinu, aS það sé síSr tiltökumál, þó aS fermdr maðr drýgi þá eða þá synd, heldr en ef sá, sem það hendir, er ófermdr, þá liggr opiS fyrir að fermingin, svo góð og blessuð sem hún er í sjálfu sér, komi ýmsum á kaldan klaka. þegar unglingarnir, sem fermdir eru, skoða sig meS fermingunni rétt eins og útskrifaSa úr skóla kristindómsins, meS tilliti til náms og meS tilliti til kristilegs aga, þá er auSsætt, aS slíkum unglingum væri betra að vera aldr- ei fermdir. Nú getr þaS varla dulizt neinum, að þessi hörmu- lega öfuga skoSan á fermingunni ræSr einatt meSal fólks í söfn- uSum kirkju vorrar. Og af því að þetta dylst ekki, þá verSr sumum eSlilega að hugsa og segja: „þaS er beti’a að sleppa L

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.