Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1886, Qupperneq 14

Sameiningin - 01.12.1886, Qupperneq 14
—158 kvæmt stööu sinni, áhrifum sínum, hœíilegleikum, embætti sínu ætti að vera skyldir til að láta sér liggja velfarnan almennings á hjarta. I nafni almenns mannkærleika, landsins, trúarbragð- anna, allra hinna helgustu banda, sem tengja oss við meðbrœðr vora, sökum elsku hans, sem dó fyrir sálir mannanna, sárbœni eg yðr: Segið ofdrykkjunni stríð á hendr. Stöðvið hana á framrás hennar. Sé svo, að algjört bindindi ekki sýnist yðr læknismeðalið, sem við á, beitið þá einhverju öðru. Eg slcal ekki kvarta, þó að þér hafið aðrar skoðanir en eg, að því er snertir ráð þau, er þér bendið á. En með bitrum tilfinningum hjarta míns mun eg kvarta, ef þér standið hjá með saman lögðum höndum meðan þetta syndaílóð œðir yfir landið, flytjandi með sér eyðilegg- ing og eymd. Allar stéttir, œðri og lægri, ofira brennifórnum á blótstalli ofdrykkjunnar. Menn með ágætustu gáfum og göfugustu björtum eru í tölu þeirra, sem fórnað er. Eins og strandrekum er eyðilögðum mönnum, er drykkjuskaprinn hefir gjört að öreigum og andlegum aumingjum, dreift víðsvegar um landið, og svo er valrinn þéttr eins og niðr fallin skógarlauf á haustdegi. Á- fengisefnið kemr beinlínis girndum manna í ólgu. það er sem olía, er varpað er á eld brennanda. það fyllir munninn með guðlöstunarorðum og leggr manni vopn í hendr til dráps. það gjörir manninn að dýri, að holdgetnum djöfli. Sá, er svo sem eina viku fer í gegn um dagblöðin, fyllist hrolli, þá er hann hugsar til hinna skelfilegu slysa, morða og manndrápa, til þess hvernig sakleysið er eyðilagt, til alls konar glœpa, er drykkju- skaprinn sí og æ hefir í för með sér“. —Hin miklu bindindisfólög kvenna : ,, Women’s Christian Temperance Union of America“ og „The British Wpmen’s Temperance Association'1, hafa slegið sér saman og myndað kvennfélag til útbreiðslu bindindis, er ná á yfir allan heim. þess mark og mið er að sameina konur í öllum löndum til samvinnu að því að út rýma drykkjuskapnum úr heiminum. Yfirstjórn félagsins er í Lundúnum, og forseti þess er frú Margaret B. Lucas, systir hins alkunna John Bright. —Utanþjóðkirkjuiuennirnir lútersku í Norvegi standa í 9 söfn- uðum með 7 forstöðumönnum. Sálnatala í öllum söfnuðunum er 2270, og þar af fermt fólk 1376.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.