Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1886, Síða 9

Sameiningin - 01.12.1886, Síða 9
—153 ir frá hinni lokuðu alrituöu bók í hendi þess, er í hásætinu sat. Hún var lokuö', harölokuð með sjö innsiglum, og enginn í alheimi gat opnaö hana og lesiö, hvaö þar stóð ritað. Og svo grét Jóhannes í vitraninni yfir því, að enginn gat opnað bókina. þá heyrist rödd, er segir: „Grát ekki“, og boðar urn leið þann gleðiboðskap, að ljónið af Júda-ættkvísl, afsprengi Davíðs, haíi sig-r unnið og geti opnað bókina. Og í sama bili sást lamb, eins og slátrað, er tók við bókinni til að brjóta innsiglin frá. En um leið kvað við lofsöngr til dýrðar lambinu frá hverri skepnu á himni og jörðu.—Hver opnar bókina með leyndardóm- um lífsins og dauðans nema Jesú Kristr einn ? þú stendr yfir banabeði barnsins þíns, faðir eða móðir, og heyrir það taka and- vörpin. það var Ijósið augna þinna, sem þú ætlaðir þér að lifa fyrir æfi þína út. Nú er dauðinn ósvegjanlegr, kaldr og grimmr kominn. Hvað þýddi þessi gjöf ? þessi elska ? þessi von ? þetta líf ? og hvað þýðir þessi dauði ? Bókin er lokuð. þá grætr. Til hvers er að gráta ? Til hvers er að elska ? Og þó getr þú ekki annað en grátið, elskað.—Nei, bókin er ekki lokuð lengr, ef litið er til hins krossfesta Jesú Krists. I trúnni á hann leysast hinar myrku, kveljandi ráðgátur lífs og dauða. „Hin fjögur dýrin sögðu amen“, þá er lofsöngrinn, sem lambinu var sunginn til dýrðar, var á enda, „en öldungarnir féllu fram og tilbáðu". Hví skyldi eg ekki líka falla fram og tilbiðja ?— I þeim kaflaaf Opinberan Jóhannesar, sem er efnið í 11. lex- íunni, sér hann hina útvöldu guðs á himnum, óteljanda skara manna af alls kyns fólki, kynkvíslum, þjóðum, tungumálum frammi fyrir hinu himneska hásæti og lambinu í hvítum skikkj- um með pálmaviðargreinir í höndum, lofsyngjandi guði og lausn- aranum. Hinar hvítu skikkjur tákna vitanlega það að þeir eru hreinsaðir af allri synd (sbr. 14. versið), og pálmaviðar- greinarnar fögnuðinn, sem fyllir huga þeirra. Og það er ekki augnabliks-fögnuðr þetta. það kemr ekkert framar fyrir, sem rýrir þann fögnuð eða raskar honum. þeir eru, eins og engill- inn sagði Jóhannesi, komnir úr „hörmunginni miklu“; dómrinn er hjá liðinn, freistingarnar og hætturnar yfirstignar, dauðinn fyrir þeim ekki framar til, ekkert það, er áðr hefir kvalið og sært. „Lambið mun gæta þeirra og vísa þeim á lifandi vatns- lindir og guð mun þerra hvert tár af augum þeirra.“ í stað gráts er nú korninn endalaus gleðisöngr.—Bráðum höldum vér

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.