Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1886, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.12.1886, Blaðsíða 13
—157— Fyrir réttuin 100 árum, eða árið 1786, reit Englendingr- inn William Garey bók viðvíkjandi trúarástandinu í heiminum sérstaklega með tilliti til hins heiðna hluta mannkynsins. Sú bók gaf tilefni til þess að hið fyrsta kristniboðsfélag til út- breiðslu kristindóms meðal heiðingja myndaðist á Bretlandi. Og síðan hefir kristniboðinu verið haldiS áfram með sívaxanda afli og árangri af hinum ensku-talandi lcirkjudeildum. Á megin- landi Evrópu eru nú 26 sérstök félög til útbreiðslu kristni með- al beiðingja, en á Bretlandi og í Bandaríkjum 75. þá er Carey tók saman sína bók, var talið, að ekki væri nema 174 milíónir kristinna manna í heiminum, en tölu þeirra, er ekki væri kristn- ir, setti hann 557 milíónir, og þannig alls þá í heiminum 731 milíón.—Öll fólkstalan í heiminum er þannig nú nærri því helm- ingi meiri en fyrir 100 árum. Tala þeirra, sem ekki eru kristn- ir, hefir aukizt œSi mikiS minna en um helming á þessu tírna- bili; en tala kristinna manna hefir nærri því þrefaldazt. ])aS eru 266 milíónir kristinna manna í heiminum nú fram yfir það, sem var fyrir einni öld. Og það er talið svo, að í sjálfum heiS- ingjalöndunum sé nú 3 milíónir þar lendra manna með evan- geliskri kristinni trú og 2500 vígðir prestar einnig þar lendir og sem því prédika þar á sinni eigin tungu. Tala kristniboða, er út sendir voru frá áðr nefndum kristniboSsfélögum, var fyrir 2 árum þannig: vígðir prestar 2,908, og hafði sú tala aukizt um 123 frá því árið áðr, leikmenn 609, 21 fleiri en áriS áðr, og 2,322 konur, 160 fleiri en árið áðr. Og þessi sömu kristniboösfé- lög lögSu árið 1884 til kristniboösstarfsins fé að upphæðjl0,021,800 dollara, og var af því meira en 6 milíónir dollara frá Evrópu og hátt á 4. milíón frá Bandaríkjum. Stórgjafir frá einstökum mönnum til eflingar kristniboði eru þó hér ekki taldar. „það, sem sérstaklega er lífsnauSsyn nú“, sagði Ireland biskup, kaþólskr mannvim í Bandaríkjum fyrir skömmu, „er að komi stórkostleg flóðalda algjörSs bindindis og flói yfír land- iS. það þarf að koma meS svo sterlc mótmæli sem unnt er gegn ofdrykkjunni. Og þau mótmæli eru algjört bindindi. Hvort mun verða koinið meS þau svo kröftuglega, að fólkiS verði frels- að ? þetta er brennanda lífsspursmál fyrir framtíð Ameríku, og eg gæti bœtt við: fyrir framtíð trúarbragðanna. HvaS á aS gjöra ? Allt, sem upp verSr hugsað. Eg tala til þeirra, sem sam-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.