Sameiningin - 01.12.1886, Blaðsíða 8
—152-
kirkju í Litlu-Asíu, þá er Páls postula missti viS, og vitran hans
er stýluö til hinna 7 þar lendu aðalborga-safnaða, sem upp eru
taldir í 9. lexíukaflanum. þó að stórmikið sé óskiljanlegt í Op-
inberunarbókinni, og þó að það sé hreinn og beinn barnaskapr
að ætla sér að geta sagt, hvað hvert einstakt atriði í vitran þess
ari eigi að þýða, þá liggja þó óteljandi lexíur fyrir lífið opnar
fyrir oss einmitt í þessari myrku leyndardómabók.
I kaflanum, sem er 9. lexían, úr 1. kapítulanum er t. a. m.
það ómissandi hugvekja, þar sem í 6. versinu er tekið fram, að
frelsarinn haíi gjört kristna menn að kennimönnum guðs. Allir
kristnir menn eru kallaðir til að boða lærdóm drottins um synd
og náð með lífi sínu og daglegu tali. Ekki að eins þeir, sem sér-
staklega eru til þess settir að prédika guðs orð opinberlega á
safnaðarsamkomum, eiga að breiða kristindóminn út frá sér-
Allir kristnir menn eiga að gjöra það, og auðvitað kenna þeir
allir eitthvað. það getr hver maðr með kristnu nafni tekið til
sín það, sem vort gamla og góða sálmaskáld segir :
„þú guðs kennimann, þenk um það:
þar mun um síðir grennslazt að,
hvernig og hvað hér kenndir.“
Hvað kennir þú ?—það er lexía fyrir lífið, þegar sagt er : „Sjá;
hann kemr“, og svo þar því við bœtt, að hvert auga muni sjá
hann, eins þeir, er hann gegn um stungu, og enn fremr, að menn
muni skelfast. það er dórnr í vændum, og sú vissa ætti þó að
fækka spjótstungunum, sem kristnir menn gefa hver öðrum og
þar með drottni himnanna.—það er lexía fyrir lífið, þegar minnzt
er á 7 ljósastikur í samhandi við hina 7 söfnuði, og enn fremr
7 stjörnur í hendi þess, er sást á meðal ljósastiknanna. Hvar
sem kristinn söfnuðr er, þar sem orði drottins er á lofti hald-
ið, þar er þó himneskt ljós sýnilegt, þó annars sé koldimm
nótt synda og sorga. það er kirkjan hin kristilega, sem heldr
uppi ljósinu, hinu eina ljósi, er lýsir í gegn um dauðamyrkr-
ið. Ef kirkjan fellr, þá er það ljós slökkt. Hvað á að lýsa
liinni komandi kynslóð þjóðar vorrar, ef allir söfnuðir vorir
yrði niðr brotnir ?
Næsti lexíukafli, -hinn 10., er 5. kapítuli Opinberunarbókar-
innar allr. Jóhannes sá himininn opinn og guð í dýrðarhásæti
sínu. Frá því er sagt í 4. kap. Svo tekr lexía vor við, er seg-