Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1886, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.12.1886, Blaðsíða 16
—160— prentað í Isafoldar-prentsmiðju í Rvík. Hvort hefti kostar heima 1 kr. 50 a. Hinu 3. tímabili kirkjusögunnar, frá arinu 323 til 692, er ekki lokið með því, sem enn er rit komið. —Mestar upplýsingar viðvíkjandi högum lútersku kirkjunn- ar í Ameríku mun vera að fá í Stall’s Lutheran Year-Book, sem út er gefið í Lancaster, Pennsylvania. Arbókin af riti þessu fyrir 1887 er fyrir skömmu komin út, og kostar 25 cents. Auk nákvæmra skýrslna um hin einstöku lútersku kirkjufé- lög hér í álfu er í þessum árgangi allnákvæmlega sögð saga elztu lútersku byggða í Bandaríkjum. Bókin er prýdd vönd- uðum myndum af ýmsum merkum lúterskum kirkjumönnum> skólum og kirkjum. Og í prentunarlegu tilliti er ritið ágæt- lega út lítanda, en villulaust er það engan veginn í smáatrið- um, eins og varla er við að búast. Oss hefir verið bent á, að sálmrinn : „Eg þrái fund þinn“ eftir séra Pál Jónsson stendr í viðboeti þeim við aldamótabók- ina, sem fyrst kom út 1861, og því er ekki rétt að segja, að hann sé einn þeirra sálma, sem nú birtast fyrst eftir þann höf- und, eins og vér höfum sagt í ritgjörðinni um nýju sálmabók- ina í „Sam“. á bls. 137. í®"Skýrsla um 2. ársfund kirkjufélags vors, sem haldinn var á GarSar í Dakota 30. Júní til 2. Júlí sí'ðastl., er til sölu hjá öllum ársfundarfulltrúum vfðsvegar um söfnuði félagsins, svo og hjá útgáfunefnd „Sam. “ í Winnipeg, fyrir io cents. t3T Um letö og einhver kaupandi blaðs ]>essa skiftir um bústaö, Jágjöri hann svo vel, aö senda útgáfunefndinni línu um hina breyttu utanáskrift til hans, svo blaö hans verði sent þangaö sem )>að á aö fara. íS"Útgáfunefnd ,,Sam.“ skorar vinsamlega á þá af áskrifendum blaðsins, sem borgun fyrir ]>að er ekki enn komin frá, að flýta nú borguninni sem mest. «3rEf einhver kaupandi „Sam. “ í Winnipeg eða annars staðar, sem á að fá blað sitt beinlínis frá útgáfunefndinni, fær ekki blað sitt, )>á gjöri hann svo vel, að láta einhvern nefndarmanna vita ]>að sem fyrst. En ]>eir, sem blöð sin eiga að fá frá einhverjum umboðsmanni vorum í hinum islenzku byggðarlögum nyrðra eða syðra, snúi sér í þessu efni til hans, sem svo lætr oss aftr brátt vita, ef eitthvað er vansent eða missent, og verðr þá hið fyrsta úr því bœtt of oss. “SAMEININGIN” kemr út mánaðarlega, 12 nr. á ári. Verð í Vestrheimi $1.00 árg. ; greiðist fyrirfram.—Skrifstofa blaðsins : 190 Jemima Str., Winnipeg, Manitoba, Canada.—Útgáfunefnd : Baldvin L. Baldvinsson, Jón Bjarnason (ritstj.) Friðjón Friðriksson, Páll S. Bardal (féhirðir), Magnús Pálsson. Prentað hjáMcIntyre Bros., Winnipeg, af Bergvin Jónssyni.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.