Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1886, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.12.1886, Blaðsíða 6
—150 himnesk Ijómar náðarsól nú frá drottins dýrðarstól. Gleðjumst, því að grœna tréð gjöfum fögrum alsett ineð vor á meðal upp reist er, ávaxtanna njótum vér. þöklt sé þeim, sem lífið lér. Merkir okkar œskustund, ungdómsfjör og bernskulund sú hin fagra unga eik, er hér stendr furðu keik, en fellr síðan föl og bleik. þegar liðin œskan er, ellin bráðum nálgast fer ; náðai-tímann nota vel nauösyn mestu því eg tel. Óttast þá ei þurfum hel. Gleðjizt þér nú, góðu börn, guð er yðar hlífð og vörn, honum gjörið hlýðni tjá, hans þér vegi gangiö á; engu kvíða þurfið þá. Guðs son er það grœna tréð,— glöggt í anda fáum séð,— sem um eilífö ávöxt ber, endrlausn svo hljótum vér; gaum að slíku gefið þér. Feliö yðr hans á hönd, honum sverjiö líf og önd, sífellt honum syngiö prís, sannlega þá í paradís sigrlaunin verða vís. Jesú Krists í nafni nú, nœrð og styrkt í helgri trú, haldið börn mín heilög jól; himnesk ljómar náðarsól nú frá drottins dýrðarStól. S. J. Jóhannesson.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.