Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1886, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.12.1886, Blaðsíða 12
156- þessu hefir fjöldi Gyðinga þar tekið kristna trú. Hvergi kveðr þó eins mikið að þessu aftrhvaríi Gyðinga eins og í Bessarabia, hinu rússneska fylki milli íljótanna Dniester, Pruth og Dóná, og þar prédikar lærðr Gyðingr, að nafni Joseph Rabinowitz, kristindóminn með miklu trúarafli. Fyrstu kristnu prédikanina, sem maðr þessi flutti, hlýddu fjórar þúsundir manna á; hún var óðar látin berast með fréttafleygi til Odessa, aðalverzlunarstað- ar Kússa við Svarta-hafið, og gefin þar út á prent. Hún seldist upp ákaflega fljótt, og voru seinustu exemplörin keypt fyrir geipiverð. A 18. öldinni kom sá maðr fram meðal Gyðinga þar eystra, sem Baal Shem hét, sem hafði mjög mikil áhrif á trú- arstefnu fólks síns. Hann brýndi fyrir mönnum, að helga guði líf sitt, en láta sér ekki nœgja tóman dauðan trúarbókstaf, sem víða varð ofan á meðal Gyðinga í hinum vestari löndum Evrópu einmitt á þeirri öld. Og við dauða Baal Shems voru áhangendr hans orðnir meira en hálf milíón ; nú kváðu þeir vera ö j milíón, og nálega allir Gyðingar í Suðaustr-Evrópu heyra þeim flokki til. Af því að vonin uin komu Messíasar hefir verið svo rík í hugum þeirra og trúaralvara þeirra yfir höfuð svo mikil, þá gat ekki hjá því farið, að kristindómrinn fengi hjá þeim greiðan inngang, þá er loks var tíminn kominn að hann væri þar boðaðr. Nýja testamentið kvað nú vera lesið þar mjög í kyrrþey, og nýlega hitti kristniboði einn þar fjóra unga Gyð- inga, sem lært höfðu allt nýja testamentið utan að í hinni nýju hebresku þýðing.—En iitbreiðsla biblíunnar er bönnuð meðal al- þýðu manna í Rússaveldi, og fjársektir og fangelsi vofir yfir þeim, sem nýja testamentið hafa á boðstólum í þeim löndum. Nú hefir þó bœnarskrá verið send til liinnar rússnesku stjórnar um að fá þetta bann af numið, og þegar það er orðið, verðr kristindómrinn eflaust algjörlega ofan á meðal þar lendra Gyð- inga. Nú telst svo til, að í heiminum sé 440 milíónir kristinna manna, en 1000 milíónir manna, sem ekki eru kristnir. Af þeim, sem kristnir eru kallaðir, eru 160 milíónir til heyrandi hinum prótestantisku kirkjudeildum, 195 mílíónir páfakirkjunni og 85 milíónir grísku kirkjunni og henni náskyldum kirkju- flokkum í austrlöndum. Af þeim, sem ekki eru kristnir, eru 8 milíónir Gyðinga, 172 milíónir Múhameðstrúarmanna og 820 milíónir ýmis konar heiðingja.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.