Sameiningin - 01.12.1886, Blaðsíða 15
159—
—Prestaskóli Anti-Missourimanna norsku synódunnar í North-
field, Minn., byrjaði í iniSjum September. Yið það er enn meira
djúp staðfest en áðr miili hinna tveggja andstœðu flokka þess
kirkjufélags.
—Bretland hið mikla hefir yfir 12 þúsundir bindindisfélaga
fyrir unglinga. Tala unglinganna í öllum þessum félögum er
hálf önnur milíón.
—Bindindislýðr Rússlands sendi fyrir tveim árum auðmjúka
beiðni til keisarans um að mega halda opinbera fundi. Sú bœn
er nú loks heyrð.
—Axel Gustafson, sœnskr maðr, sem er orðinn frægr fyrir
það, sem hann hefir ritað um og starfað fyrir bindindi í Svíþjóð,
hefir fyrir skömmu ferðazt til þessa lands og meðal annars
komið fram á stórfundi bindindismanna í Hamilton, Ontario,
í síðast liðnum Ágústmánuði. Hann hefir sagt, að heima í sínu
landi hafi áfengir drykkir fyrst verið til búnir á prestsetrunum.
að brennivín sé þar einatt kallað „kirkjudrykkr“, og að brenni-
vínsdrykkjan eigi sína harðsnúnustu talsmenn meðal prestanna,
Nýlega ritaði líka einn pre.str í Norvegi bœkling, þar sem hann
reynir að sanna, að bindindi sé synd.
NÝJAR BŒKR „Almenn kirkjusaga frá upphafi
kristninnar til vorra tíma“ eftir séra Heiga Hálfdanarson, for-
stöðumann prestaskólans í Reykjavík, er verk, sem ætti að fá
útbreiðslu meðal kirkjulega hugsánda fólks af þjóð vorri hér í
Aineríku eigi síðr en heima á Islandi. Barátta kirkjunnar fyr-
ir sannindum trúar vorrar, sem rit þetta auðvitað hljóðar um>
þarf endilega að verða sem flestum kunn í frjálsum og sjálf-
stjórnandi söfnuðum. Næst þekking á sjálfri ritningunni er
þekking á sögu kirkjunnar kristnum almenningi mest áríðandi.
Á undan þessari kirkjusögu séra Helga, sem er vandað rit að
öllum frágangi og all-umfangsmikið, er eiginlega ekkert sams
kyns til á íslenzkri tungu, nema et' telja skyldi hið litla safn
af kirkjusögulegum atburðum aftan við Horsters „Ágrip af
historíum heilagrar ritningar“, er nær til ársins 1837, svo önnur
eins bók og þessi kirkjusaga séra Helga er nokkuð alveg nýtt
í íslenzkum bókmenntum. Árið 1883 kom út fyrsta heítið af
riti þessu, en annað heftið, sem oss er nýlega sent af hinum
heiðraða höfundi, í fyrra, hvort um sig 10 arkir í 8 bl. broti>