Fréttablaðið - 06.12.2010, Síða 10

Fréttablaðið - 06.12.2010, Síða 10
 6. desember 2010 MÁNUDAGUR SAMFÉLAGSMÁL Ofbeldi í nánum samböndum er víðtækara samfé- lagsmein en flestir gera sér grein fyrir, þar sem 15 prósent kvenna upplifa ofbeldi í núverandi sam- bandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri bók, Ofbeldi - Marg- vísleg birtingarmynd, sem er ritstýrt af Erlu Kolbrúnu Svav- arsdóttur, prófessor við hjúkrun- arfræðideild Háskóla Íslands Þar er ljósi varpað á reynslu íslenskra kvenna og áhrif ofbeld- is á heilsu þeirra, en í samtali við Fréttablaðið segir Erla að bókin samanstandi af fjórum rannsókn- um sem voru gerðar hér á landi þar sem um þrjú þúsund konur um allt land svöruðu spurning- um. „Í raun og veru má því segja að þar birtist rödd um 3000 kvenna,“ segir Erla. Hún segir að það sem komi einna mest á óvart í rannsókn- unum er hversu hátt hlutfall kvenna sem leita á bráðamóttöku eða sækja miðstöð mæðravernd- ar vegna áhættumeðgöngu, hafa upplifað kynferðisofbeldi á lífs- leiðinni. „Konur í þessum hópum eru að upplifa miklu alvarlegra og tíð- ara ofbeldi en konur almennt, samkvæmt niðurstöðunum. Þar kemur fram að 20 prósent kvenna á slysa- og bráðamóttöku hafa ein- hvern tíma verið beittar kynferð- islegu ofbeldi og sama tíðni á við um konur í áhættumeðgöngu.“ Rannsóknin lýtur einnig að því að skoða hvaða áhrif ofbeldi hefur á heilsu kvenna og líðan þeirra. „Heilsa þeirra og vellíðan er marktækt lakari ef þær lifa við langvarandi ofbeldi eða hafa upplifað ofbeldi á ævi sinni. Þær glíma við andlega sjúkdóma eins og þunglyndi, misnotkun fíkni- efna, kvíða og skerta sjálfs- mynd.“ Ofbeldi getur meðal annars haft efnahagsleg áhrif þar sem þolendur eiga oft erfiðara með að fóta sig á vinnumarkaði. Erla segir að þau vilji opna augu fólks fyrir þessum víð- tæku áhrifum sem ofbeldi hefur á þolendur, en ekki síður benda á hvernig megi bregðast við. „Við leggjum fram klínískar leiðbeiningar sem eiga að aðstoða heilbrigðisstarfsfólk, og aðra sem sinna sálgæslu, við að greina ofbeldi. Svo bendum við líka á hvernig fyrstu viðbrögð fagaðila eigi að vera því það er ekki nóg að greina vandamálið, heldur verð- um við að hafa úrræði. Það erum við líka að kynna í bókinni, svo heilbrigðisstarfsfólk hafi úrræði ef til þeirra kemur kona sem býr við ofbeldi. Til dæmis hvert á að vísa viðkomandi, hvort sem það er til stofnana eða meðferðar- aðila.“ thorgils@frettabladid.is 15 prósent kvenna í ofbeldissambandi Ný bók byggð á rannsóknum um ofbeldi leiðir í ljós ólíkar birtingarmyndir ofbeldis á konur. 15 prósent kvenna hafa upplifað ofbeldi í samböndum. Leið- beina heilbrigðisstarfsfólki með greiningu á ofbeldi og viðeigandi úrræði. Spurningalisti var lagður fyrir um 3000 konur um land allt þar sem þær voru spurðar hvort þær séu nú eða hafi einhvern tíma verið beittar ofbeldi í samböndum: ■ 2800 svöruðu í landskönnun ■ 101 kona sem kom á slysa- og bráðamóttöku ■ 107 barnshafandi konur, skilgreindar í áhættumeðgöngu ■ 35 líkamlega fatlaðar konur. Sláandi niðurstöður: 1,5 til 3,0% þátttakenda, mismunandi eftir hópum, sögðust vera þolendur kynferðislegs ofbeldis í núverandi sambúð, 15% sögðust þolendur líkamlegs ofbeldis og 22% sögðust vera þolendur andlegs ofbeldis í núverandi sam- bandi. Framkvæmd rannsóknarinnar: VARPA LJÓSI Á OFBELDI GEGN KONUM Erla Kolbrún Svavars- dóttir ritstýrir bók um birtingar- myndir ofbeldis gegn konum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN – Lifið heil www.lyfja.is Jólin eru tími til að gefa. Í Lyfju finnurðu úrval af gjafavöru í pakkana til þeirra sem þér þykir vænst um. Við erum aldrei langt undan. Mundu eftir jólahandbók Lyfju. Kannski er jólagjöfin í Lyfju Lágmúla - Laugavegi - Garðatorgi - Smáralind - Smáratorgi - Setbergi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Blönduósi - Hvammstanga Skagaströnd - Sauðárkróki - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík LYFJA STYÐUR LANDSLIÐ KVENNA Í HANDBOLTA Nú er tími til að gefa ...og líka þiggja. Skráðu þig á americanexpress.is og fáðu tvöfalda Vildarpunkta Icelandair af allri veltu fram að jólum! Jólabónus American Express Frummælendur Guðmundur Hálfdánarson, sagnfræðingur Torfi H. Tulinius, miðaldafræðingur Sögulegar víddir Evrópuumræðunnar Endurtekur sagan sig? Hádegisfundur Evrópuvaktar Samfylkingarinnar á Kaffi Sólon þriðjudaginn 7. desember kl. 12–13. xs.isAllir velkomnir Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.