Fréttablaðið - 06.12.2010, Síða 12
12 6. desember 2010 MÁNUDAGUR
Nóatúni 4 • Sími 520 3000
www.sminor.is
A
T
A
R
N
A
Heimilistæki, ljós
og símar í miklu
úrvali.
Fleiri girnileg
jólatilboð.
Líttu inn og
gerðu góð kaup.
fyrir
Kaffivél TC 60201
Fyrir 10 stóra og 15 litla bolla.
1100 W.
Jólaverð: 7.900 kr. stgr.
Gigaset AS180
Langur taltími, mikil hljómgæði.
Jólaverð: 5.900 kr. stgr.
Samlokugrill ST710
Fyrir tvær samlokur. 700 W.
Jólaverð: 6.700 kr. stgr.
Vendela ljósakrónur
Skermar fást í hvítu eða svörtu
organza-efni.
Jólaverð: 12.900 kr. stgr.
Ryksuga VSZ 3XTRM
Mjög kraftmikil ryksuga með
„compressor“ tækni.
Jólaverð: 29.900 kr. stgr.
1
2
3
4
5
6
7
Uppþvottavél SN45M203SK
Með fimm kerfum. Mjög hljóðlát og
vinnusöm.
Jólaverð: 139.900 kr. stgr.
Þvottavél WM 12Q460DN
Tekur mest 7 kg, 1200 sn./mín.
Jólaverð: 129.900 kr. stgr.
1
2
3
4
6
7
5
2009
ágúst
september
október
nóvember
desember
2010
janúar
febrúar
mars
apríl
maí
júní
júlí
ágúst
september
október
nóvember
SAMFÉLAGSMÁL „Sonur minn þarf
að yfirgefa landið fyrir áramót og
við erum leið og hrygg vegna þess.
Okkur finnst þetta ósanngjarnt.“
Þetta segir Julio Cesar Guti-
errez, bóndi á Hávarsstöðum í
Hvalfjarðarsveit, um þá ákvörð-
un Útlendingastofnunar að neita
nítján ára syni hans um landvist-
arleyfi.
Sonur hans, Julio Daniel,
var búsettur í heimalandi sínu
Úrúgvæ en hefur dvalið hjá föður
sínum og fjölskyldu hér í eitt og
hálft ár. Julio Cesar fluttist hing-
að til lands þegar sonur hans var
þriggja ára. Hann settist hér að,
kvæntist og á nú fjölskyldu hér.
Hann vinnur meðal annars við
bústörf heima fyrir, tamningar og
fjárrúning svo eitthvað sé nefnt.
Sonur hans hefur hjálpað honum
við bústörfin þann tíma sem hann
hefur dvalið hér.
Julio Cesar segir þá feðgana
hafa haft stopult samband áður
en Daniel flutti til Íslands. Það sé
því ómetanlegt fyrir fjölskylduna
að fá að kynnast honum og mynda
fjölskyldutengsl. Sonur hans hafi
haft í hyggju að dvelja hér áfram,
fá sér vinnu og jafnvel að fara í
skóla. Af því geti nú ekki orðið.
Umsóknarferli Daniels hófst
í ágúst á síðasta ári. Þá var sótt
um dvalarleyfi fyrir barn íslensks
ríkisborgara en þeirri umsókn var
hafnað því móðir hans sem býr í
Úrúgvæ var ein skráð með for-
ræði yfir honum og samkvæmt
reglunum verður það foreldri
sem sækir um dvalarleyfið fyrir
barnið að vera búsett á Íslandi
og hafa forræði. Synjunin var
kærð til dómsmálaráðuneytisins
en ekki var talin heimild í lögum
til að víkja frá ákvæðinu um for-
ræði. Ráðuneytið benti á að hægt
væri að sækja um leyfi á grund-
velli sérstakra tengsla við landið.
Nú í nóvember barst Daniel bréf
frá Útlendingastofnun þar sem
umsókn hans var hafnað og að
hann skyldi „yfirgefa landið sem
fyrst en eigi síðar en 30 dögum
frá móttöku þessarar ákvörðun-
ar“. Honum er bent á að hann geti
kært ákvörðunina til dómsmála-
ráðuneytisins.
Julio Cesar býst ekki við því
að þessi úrskurður verði kærður.
Hann segir að það hafi einu sinni
verið reynt og er vondaufur um að
það beri frekari árangur nú.
jss@frettabladid.is
MYNDUÐ SAMAN Fjölskyldan á Hávarsstöðum f.v. Julio Cesar Gutierrez, Lilja Grétars-
dóttir og Julio Daniel Gutierrez í efri röð. Emiliano Elvar Gutierrez og Jórunn Narcisa
Gutierrez í neðri röð
Pilti gert að fara frá
fjölskyldu sinni hér
Nítján ára piltur frá Úrúgvæ sem dvalið hefur hjá föður sínum og fjölskyldu hans
hér á landi síðastliðið eitt og hálft ár fær ekki dvalarleyfi hér. Hann skal halda til
heimalandsins fyrir áramót, samkvæmt ákvörðun Útlendingastofnunar.
11. ágúst 2009:
Daniel sækir um
dvalarleyfi
5. febrúar 2010:
Útlendingastofnun
synjar umsókninni.
Daniel kærir ákvörðun-
ina til dómsmálaráðu-
neytis.
8. júlí 2010:
Ráðuneytið fellir
ákvörðunina úr gildi
og vísar málinu aftur til
Útlendingastofnunar.
12. ágúst 2010:
Daniel sækir aftur um
dvalarleyfi til Útlend-
ingastofnunar.
17. ágúst 2010:
Útlendingastofnun
óskar eftir frekari gögn-
um frá Daniel.
5. september
2010: Daniel sendir
Útlendingastofnun
greinargerð.
26. nóvember 2010:
Útlendingastofnun
synjar umsókn Daniels
um dvalarleyfi.
Ferli umsókna
„Faðir minn flutti frá Úrúgvæ til
Íslands þegar ég var þriggja ára.
Þennan tíma sem ég hef verið á
Íslandi hef ég kynnst honum aftur,
nýju konunni hans og systkinum
mínum sem eru 6 og 8 ára. Einnig
búa hér tveir frændur mínir og
á annar þeirra tvö börn. Ég hef
mikinn áhuga á að kynnast þeim
betur, vera þátttakandi í þeirra lífi
og kynnast betur landi og þjóð.“
Úr greinargerð
Daniels
Fer eftir forsjá
„Ég vil árétta varðandi þetta
sérstaka mál og önnur sambærileg
að löggjafinn hefur með 13. grein
útlendingalaga sett Útlendinga-
stofnun þau mörk að nánustu
aðstandendur íslensks ríkisborgara
eru börn hans yngri en 18 ára og
þau geta fengið dvalarleyfi hérlend-
is ef hið íslenska foreldri fer með
forsjá barnsins og hefur framfleytt
barninu síðastliðið ár,“ segir Kristín
Völundardóttir, forstjóri Útlendinga-
stofnunar. „Þetta þýðir að ef forsjá
er ekki til staðar eða viðkomandi
hefur ekki framfleytt barninu á
ákvæðið ekki við og getur barnið
ekki sest hér að á meðan forsjá
liggur hjá öðrum aðila.“
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meiri Vísir.
KAPPHLAUP JÓLASVEINA Árlega er í
Liverpool í Bretlandi efnt til kapp-
hlaups jólasveina, og tóku þúsundir
þátt þetta árið. NORDICPHOTOS/AFP