Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1887, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.08.1887, Blaðsíða 3
—67— Forseti kirkjuíelagsins las upp á fundinum skýrslu um ástand og starfsemi félagsins frá næsta kirkjuþingi til þessa, þannig orðaða: „Um framgang kirkjumála vorra og ástand kirkjufélagsins yfir höfuð hefi eg þetta að segja: Sd.slcólamálinu hefir dálítið þokað áfram á þessu ári. I haust fékk hver einstakr söfnuðr frá mér form til skýrslu í spurningarformi því máli viðvíkjandi, og var ætlazt tii og um það beðið, að þeim spurningum væri svarað af þeiin, er fyrir sd.skólamálinu standa í söfnuðunum, við lok livers ársfjórðungs og þau svo send til mín. Allra helztu atriðin úr þess- um skýrslum fyrir síðasta ársfjórðung 1886 og fyrsta ársfjórðung 1887 hafa birt verið í „Sam“., og sýna þau litlu ágrip nokkurn veg- inn, hve langt sunnudagsskólamálið er komið í félaginu. Skýrslan frá Víkrsöfnuði fyrir hinn síðara ársfjórðung af þess- um tveim hefir þó eigi enn verið birt, því hún kom svo seint. I Garðarsöfnuði, Víkrs., Pembinas., Wpeg.s., Árnessöfnuði, Breiðu- víkrsöfnuði og Brœðrasöfnuði má heita að stöðugt hafi verið haldið uppi skóla síðan í fyrra eða að minnsta kosti síðan í haust. I Frelsissöfnuði og Fríkirkjusöfnuði var sd.skóli yfir sumar- iö í fyrra, en ekki að vetrarlaginu nema í hinum síðar nefnda og þó þar að eins fyrir nýár. I Víðinessöfnuði, eða réttara sagt parti af honum, var átt við sunnud.skólahald snemma í vetr ofrlítinn tíma, en það stóð ekki nærri því heilan ársfjórðutig, og ]>\ í hefir þess ekki verið getið í skýrslna-ágripi því, er birt hefir ver- ið í „Sam“. Eg hygg, að þó að í sumum söfnuðunum hafi enn alls ekkert verið átt við sunnudagskóla og þó þeir sd.skólar, sem þegar eru upp komnir, sé eflaust að mörgu leyti ófull- komnir, þá hafi þó í máli þessu hjá oss verið eigi svo lítil fram- för síðan í fyrra. Iskyggilegast virðist mér það, að svo fjarska- lega fátt af fermdum ungmennum sœkir sunnudagsskólana, sem þeir ætti þó eiginlega að geta gjört mest gagn. En það stendr í sambandi við hina öfugu skoðan á fermingunni hjá almenningi þjóðffokks vors, sem oftar en einu sinni hefir verið bent á í „Sam“. síðan í fyrra. Að ungmennin liverfí burt af sunnud. skóla síns eigin safnaðar og hætti við allt frekara kristindómsnám jafnóðum og þau hafa fermd verið, það rrtá eigi svo til ganga. Allir söínuðir, sem hafa sunnud.skóla, ætti O O O 3 1

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.