Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1887, Blaðsíða 28

Sameiningin - 01.08.1887, Blaðsíða 28
—92 Erindsrekar þessir fdln sameiginlega hr. Friðjóni FriSriks- syni á hendr að gefa úrskurð í þessu máli, og úrskurðaði hann, að næsta kirkjuþing skyldi haldið á Mountain í Yíkrsöfnuði í Dakota. Eftir litlar umrœður lét fundrinn í Ijósi ánœgju sína með úrskurð herra Friðjóns Friðrikssonar í eínu hljóði. Jónas Stefánsson stakk upp á, að málinu um barnauppeidi væri vísað til hinnar standandi nefndar til íhugunar og meðferð- ar til næsta kirlcjuþings Samþykkt. Séra Fr. J. Bergmann gjöröi þannig orðaða uppástungu: „Kirkjuþingið lætr í ljósi þakklæti sitt til Winnipegsafnað- ar fyrir það höfðinglyndi og gestrisni, sem hann hefir sýnt full- trúum safnaðanna þann tíma, sem þeir hafa dvalið í Winnipeg." Samþykkt. E. H. Bergmann gjörði þá uppástungu: „Fundrinn þakki í einu hljóði séra Jóni Bjarnasyni sem forseta kirkjufélagsins fyrir þá kurteysi, er hann hefir sýnt í forsetasætinu“. Sam- þyklct. Yilhelm Pálsson stakk upp á, að skrifara kirkjufélagsins og aðstoðarskrifurum hans sé þakkaö fyrir starf þeirra á þing- inu. Samþykkt. E. H. Bergmann stakk upp á, að útgáfunefnd „Sameining- arinnar" sé þakkað fyrir öll hin mörgu störf við útgáfu hennar. Samþykkt. Stefán Gunnarsson stakk upp á, að féhirði kirkjufélagsins Arna Friðrikssyni sé þakkað fyrir allt það, sem hann hefir unn- ið í þarfir fólagsins. Sainþykkt. M. Pálsson gjörði þá uppástungu, að kirkjuþingið votti „Islendingafélagi" í Winnipeg þakklæti sitt fyrir lán á húsi meðan á þingi stóð. Samþýkkt. þorlákr Jónsson stakk upp á, að sunnanmenn þökkuðu norðanmönnum fyrir alla mannúð og liprleik meðan á þingi stóð. Samþykkt. Gjörðabók frá síðustu fundum lesin upp og samþykkt. Starfi fundarins var þar með lokið. Var nú sungið 2. vers af sálminum 420 og séra Jón Bjarnason fiutti bœn; að henni endaðri sagði forseti þessu kirkjuþingi slitið.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.