Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1887, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.08.1887, Blaðsíða 18
82— Hið 4. mál á dagskrá þingsins tekiö fyrir : „S a m e i n i n g - ar“-málið. þorlákr Jónsson stakk upp á því, aS 3 manna nefnd væri kosin til þess að rannsaka reikninga „Sameining- arinnar". Samþykkt. Og voru þessir menn rít nefndir : Sigurðr J. Jóhannesson, Jón Jónsson og Stefán Gunnarsson. Næst var tekið fyrir hið 5. mál: fjárhagsmál félagsins. Matúsalem Ólason stakk upp á, að máli þessu væri vísað til hinnar sömu nefndar til yfirskoðunar og “Sameiningar“- málinu. Samþykkt. þá var tekið fyrir sunnudagsskólainálið, (6. mál á dagskrá), og Hutti séra Jón Bjarnason málið inn á fund, og lagði það til, að 3 manna nefnd væri sett í því. Forseti til nefndi þessa inenn: séra Jón Bjarnason, Stefán Gunnarsson og E. H. Bergmann. Barnablaðsmálið var þá stuttlega rœtt. Fundi frestað frá kl. 6 e. m. til kl. 10 f. m. næsta dag. Föstudaginn 24. Júní 1887 kom fundr saman á ný á á kveðnum tíma (kl. 10 f. m.). Fundarmenn allir við staddir. Sung- innsálmrinn 421, 1.-4. v. Séra Jón Bjarnason las 12. kap. í bréfi Páls til Rómverja og flutti bœn. Fundargjörð frá deginutn áðr lesin upp af skrifara og sam- þykkt. Kirkjuagamálið var fyrst tekið til umrœðu. Uppástunga herra Vilhelms Pálssonar um, að kirkjuagaraálinu væri vísað til nefndar aftr, er frestað var á síðasta fundi til þessa dags, var lögð fyrir fundinn á ný, en samkvæmt tillögu uppástungu- manns var hún tekin aftr mótmælalaust. Eftir stuttar umrœður gjörði Vilhelm Pálsson þá uppástungu, studda af Ólafi Ólafssyni, að kirkjuþingið sjái ekki ástœður tii að gjöra neina ákvörðun um kirkjuaga nú, því að bendingar í því efni sé gefnar í fruinvarpi því til safnaðarlaga, er kirkjuþingið hafði samþykkt. Borið undir atkvæði og sam- þykkt ineð 17 atkvæðum móti 3. þá var tekið fyrir til umrœðu málið um stofnan barnablaðs. Eftir litlar uinrceður í því máli stakk Friðjón Friöriksson upp á, að málinu verði frestað þangað til búið sé að rœða „Sam- einingar“-inálið. Samþykkt. Forseti skýrði frá, að einu máli enu hefði verið bœtt á dagskrá þingsins: barnauppeldi.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.