Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1887, Blaðsíða 29

Sameiningin - 01.08.1887, Blaðsíða 29
—93 Svo sem um var getiS í „Sam.“ II, 1 stóð níðgrein ein gegn kirkjunni í „Fjallk.“ 11. Des. síðastl., er ritstjórnin hnýtti aftan í hugvekjur sínar um „alþýðumenntan", og átti grein sú eftir sögn ritstjóra að vera brot úr hréfi til blaðsins frá einum merk- astapresti landsins. Biskupinn, hr. Pétr Pétrson, mót- mælti því fastlega rétt á eftir í „Fjallk.", að nokkur prestr á Islandi, og hvað þá einn merkasti prestr landsins, hefði ritað þetta, og kvaðst hann halda þeim mótmælum meðan bréfritarinn eigi segði til sín eða útgefandi „Fjallk.“ nafngreindi hann. Upp á það svaraði ritstjórinn því, að það væri víst b e z t að sleppa því algjörlega, hver væri höfundr bréfkaflans, og á sama máli hefir höfundrinn eflaust verið, því allt til þessa hefir hann haldið sér í sínu skúmaskoti og ekki fengizt til að gefa sig fram. En ónafngreindr maðr, sem lcallar sig „x“ og sem að líkind- um er höfundr hins á minnzta bréfkafla, hefir risið upp í „í jallk.“' 8. Júní gegn ritstjórn „Sam.“ fyrir það, sem hún sagði í vetr um þetta mál. Yér sögðum þá, að ritstjóri „Fjallk.“ vildi ekki eða þyrði ekki að nafngreina höfundinn, því hann sæi, að það gæti dregið dilk eftir sig. „Hvaða dilk, með leyfi að spyrja ?“ segir nú þessi óþekkta stœrð í „Fjallk/' Yér skulum leyfa oss að benda á dilkinn. Höfundrinn er prestr í kirkjunni ís- lenzku, að því er ritstjóri „Fjallk.“ hetír sagt, og vér höfum ekki rengt þann vitnisburð og gjörum það ekki heldr enn. Um leið og þessi prestr vígðist til hins kirkjulega embættis hefir hann auðvitað eins og allir aðrir prestar hátíðlega skuld- bundið sig til að fram fylgja trúarkenning hinnar lútersku kirkju samkvæmt þeim trúarjátningum hennar, er í lög hafa verið leidd- ar á Islandi, og út frá því hlýtr að vera gengið, að hann hafi þá undir gengizt þessa skuldbinding af því að hann fann og vissi, að ekkert í þessum trúarjátningum kirkjunnar var á móti lians eigin trúarsannfœring. Annars hefði hann ekki átt að geta gjörzt prestr með góðri samvizku. En þegar hann nú lætr út frá sér ganga önnur eins ummæli um kirkjuna og þann barna- lærdóm, sem hún samkvæmt trúarjátningum sínurn kennir, eins og koma fram í hinum um rœdda bréfkafla í „Fjallk.", þá sjá allir, að hann trúir því ekki, er hann sem prestr í kirkjunni hefir skuldbundið sig til að kenna, að kirkjunnar trú er ekki hans trú, og að hann þar af leiðanda, svo lengi sem hann með það>

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.