Sameiningin - 01.08.1887, Blaðsíða 6
út í 1200 exemplörum, og var það gjört í þeirri von, aö unnt
niyncli veröa við árgangamótin að fjölga úskrifendum til muna,
og sendi útgáfunefndin umboösmönnum víðsvegar um bvggð-
O C5 O J OO
ir Islendinga áskoran í þá átt. Hugsan nefndarmanna var,
að menn ætti að flýta sér að fjölga sem mest tölu kaupanda,
til þess að sem fyrst yrði unnt annað hvort aðlækka verð það, er
hingað til hefir verið á blaðinu, eða þá stœkka það og láta verðið
haldast, sein verið hefir. En áskoran þessi hetír nauða-lítinn árangr
borið, því þó að sums staðar hafi kaupendr fjölgað dálítið, hafa þeir
fækkað annars staðar. Líkindi eru til að sumir umboðsmenn blaðs-
ins ynni meira fyrir útbreiðslu þess, ef þeim væri þægt eitthvað
fyrir starf sitt, enn það hefir hingað til ekki verið gjört, enda
hefir bæði útgáfunefnd og ritstjórn unnið kauplaust til þessa. þó að
blaðið hafi fengið rnjög góðan dóm heima á íslandi, þá hefir enn
lítið meira fengizt þaðan af fé fyrir það, er þangað hefir sent
verið, rúmlega 200 expl., en sem sem svarar burðargjaldi á þau
exemplör. En betra var þaðan eigi von eftir því sem hagr al-
mennings hefir verið þar nú upp á síðkastið. það er sagt, að
margir þeirra, sem þó kaupa blaðið, lesi það ekki, og það er
leiðinlegt, en það er ekki leiðinlegra en hitt, að sjálf biblían er
af mörgum, sem þó eiga liana, með öllu ólesin bók. Menn ætti
nú hvað sem þessu líðr að kappkosta að breiða blaðið sem
mest út, og sérstaklega ætti að fá ungmenni, jafnóðum og þau
fermast, til að gjörast reglulegir lesendr og kaupendr þess.
því ber eigi að gleyma, að hr. Sigurðr J. Jóhannesson hefir
veitt útgáfunefndinni mikilsverða hjálp við útsending blaðsins
nú urn langan tíma með öllu endrgjaldslaust, og er það stórr-
ar þakkar vert.
Skýrsla kemr fram fyrir fundinn frá féhirði um það, hvað
greiðzt liefir í kirkjufélagssjóð á þessu ári. það er
hörmulega lítið. Eg liefi þ(í yfir höfuð minnt söfnuðina á, að
búizt væri við að þeir hver um sig skyti einhverju dálitlu
laman í því skyni samkvæmt ályktan ársfundarins í hitt ið
ýrra. Menn sjá á skýrslunni, frá hverjum söfnuðum eitthvað hefir
komið og frá hverjum ekkert. Yil eg nú benda fundinum á, að
það dugar ekki að ákvarða neitt það á ársfundi, sem fjártil-
lags þarf við frá félaginu, nema því að eins að svo sé búið um
hnútana, að félagssjóðrinn linfi ntigu miklar tekjur til að stand-
ast þau útgjöld.