Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1887, Blaðsíða 31

Sameiningin - 01.08.1887, Blaðsíða 31
—9.5— an drengskap aS gangast viS því, sem maSr hefir út úr sér ^átiS, aS standa viS’sínar eigin skoSanir, þegar þaS dregr dillc eftir sig. þaS var drengilegt af Magnúsi Eiríkssyni aS vilja ekki þiggja „brauS'* í íslenzku kirkjunni meS þaS álit, sem hann hafSi á kenning hennar, og vilja heldr berjast bláfátœkr og „brauS“-laus alla æfi fyrir sannfœring sinni, andstœSri, kirkju- trúnni eins og hún var, heldr en ganga í þjónustu þeirrar kirkju, er hann í samvizku sinni fann sig knúSan til aS afneita. En drengskaprinn er sannarlega kominn á heljarþrömina hjá þeiin, sem standa í prestskap í hinni íslenzku þjdSkirkju, eta „brauS' hennar og meS „brauS“-bita hennar í munninum gefa henni í laumi aSrar eins spjdtstungur í hjartaS eins og dmerkingrinn í „Fjallk.“ hefir gjört í bréfkafla sínum. þaS getr veriS aS þaS sé „óviSkunnanlegt aS fá slíkar bendingar frá Ameríku“, en þær þurfa aS koma frá Ameríku, úr því þær koma hvergi ann- ars staSar frá. Af því ,,x“-ið, sem er að andmæla oss í „Fjallk.“, veit augsýnilega ekki, hvað kristindómr er (menn athugi, hverju hann svarar upp á þessa spurning sína : livaö er kristindómrinn ?), þá hneykslar þa'ð hann að vér sögðum, að það gæti fullkomlega sameinazt sönnum drengskap að rísa öndverðr uop á móti kirkju og k' tsHni/ómi, en að hins vegar væri það þó einmitt kristindómrinn, sem ætti að hjálpa drengskapnum við. petta finnst þessu vera ruglingr og ósamkvæmni. f>að verðr engin ósamkvæmni þetta, nema út frá því sé gengið, að allir andstœðingar kristindómsins, kenningarinnar, sem Jesús Krislr boðaði og sem postular hans lifðu og dóu fyrir, sé og hafi verið ódrengir. En því trúum vér ekki ; slíkri óhœfu ætti enginn maðr með viti að halda fram. |>ví afleiðingin af þeirri skoðan yrði, að það ætti að hegna mönnum fyrir vantrú á kristindómskenninguna eins og fyrir siðferðislega glœpi, og þá er rannsóknarréttr miðaldapápiskunnar réttlættr og allr kirkjulegr ofsóknarandi, hve nær og hvar sem hann kemr fram. Sannkallaðr dreng- skapr getr komið fram og hefir einatt komið fram hjá mönnum, sem ekki sjá og þess vegr.a ekki viðrkenna. að lcristindómrinn sé guðdómlegr sannleikr. Sumir þeirra, er mestan drengskap höfðu til að bera meðal hinna fornu keisara í Róma- borg, börðust með oddi og egg gegn kristindóminum, þá er hann var að breiðast út nm hið rómverska ríki, og eins hafa augu maigra manna með sönnum dreng- skap á öllum öldum verið blincl fyrir sannleik kristindómsins og barizt svo í ákefð á móti honum, svo sem væri hann hégómleg og háskaleg villa. f>etta er eitthvert raunalegasta atriði I sögunni um baráttu kristninnar hér í jarðneskum mannheimi. En þó að því verði endilega fóstu að halda, að sannr drengskapr geti átt heima og eigi einatt heima einnig hjá þeim, sem standa fyrir utan kristnina og jafnvel berj- ast á móti henni, þá er hitt vitanlegt öllum þeim, er nokkuð þekkja til sannrar kristni, að dyggð og drengskapr þróast hvergi eins vel eins og í kristnmn jarðvegi. Ef kristiYi trú kemst inn í mannshjartað, lifandi trú, en ekki dauð trú auðvitað, þá er fullkomin trygging fengin fvrir þvi, að sannr drengskapr komi Hka fram í lífi þessa sama manns. Meðal vantrúarmannanna má benda á ekki fáa með sönnum

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.