Fréttablaðið - 10.12.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.12.2010, Blaðsíða 24
24 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR P avel fæddist í Póllandi árið 1980, í háskólaborginni Poznan. Þar voru foreldrar hans í námi. „Þau kynntust þar og eignuðust mig. Svo fékk mamma, sem er mannfræðingur, vinnu annars staðar og við fluttum þangað. Þar bjuggum við á útisafni, eins konar Árbæjarsafni, sem olli oft vandræðum. Krakkarnir í skólanum heimsóttu mig til dæmis aldrei því þegar þau tilkynntu foreldrum sínum að Pawel byggi á Árbæjarsafninu þá var því ekki trúað og sagt að þar byggi enginn. Við höfðum ekki síma svo það var ekki hægt að hringja og kanna málið. Pólland var kommúnistaríki á þessum tíma og ekki allsnægtir. En eftir margra ára bið fengum við síma. Úr honum var hægt að hringja í einn klukkutíma, einu sinni í viku. Þetta var um vorið. Um sumarið voru ein- hverjar framkvæmdir á svæðinu, menn að grafa, og þeir slitu blessaða símalínuna. Þar með lauk símareynslu okkar. Við fluttum svo til Íslands 1988. Pabbi er tungumálasérfræðingur. Hann hafði lært norsku og langaði, eins og tungumálasér- fræðinga er háttur, að læra skrítnara tungu- mál. Íslenskan heillaði hann og þess vegna komum við. Ég fór í Melaskóla. Það voru engar mót- tökudeildir á þessum tíma en tuttugu árum áður höfð börn pólska sendiherrans verið í Melaskóla. Það var því reynsla af svona, eins og menn sögðu. Það hafði líka sitt að segja að þá var lítið um útlenska krakka þannig að íslensku krakkarnir voru forvitnir í garð útlendinga. Mér var vel tekið í Melaskóla, ég var í góðum og elskulegum bekk og hafði mjög góða kennara. Þar lærði ég Heyrðu snöggv- ast Snati minn og fleira í þeim dúr og pabbi og mamma hjálpuðu mér með íslenskuna. Við töluðum samt pólsku heima.“ Öðruvísi uppeldi Manstu eftir fréttunum frá Póllandi af Lech Walesa og Jaruzelski og því umróti öllu? „Ég fylgdist mjög vel með. Ég segi oft að ég búi að þeirri reynslu að hafa alist upp í kommúnistaríki og að ég hafi upplifað mun- inn á kommúnisma og kapítalisma. Þegar menn reikna sjá þeir að ég var átta ára á þessum tíma og segja að þetta passi ekki því börn hafi ekki áhuga á svona málum. Þá vita menn ekki af pólitísku uppeldi barna í svona ríkjum. Allir áttu ættingja á Vestur- löndum og allir vissu að þar var gott að búa en ekki jafn gott hjá okkur. Þar voru flott föt og leikföng og nammi en ekki hjá okkur. 1989 er merkilegt ártal fyrir mig og hefur pólitísk áhrif á mig.“ Hefurðu enn tengsl við Pólland og fólk í Póllandi? „Já, sérstaklega núna. Ég á tveggja ára gamlan son og reyni að tala pólsku við hann og heimsækja gamla heimalandið.“ Hvernig er ástandið þar? „Það er algjört 2007 í Póllandi. Um dag- inn sá ég John Cleese í pólskri bankaauglýs- ingu. Mér brá. Það er blússandi uppgangur þar. Margt af því sem ég segi um Pólland á ekki lengur við, ég er alinn upp á öðrum tíma. Þeir Pólverjar sem nú eru 21 árs fædd- ust þegar kerfið hrundi. Það fólk er ekki að velta sér upp úr þessum hlutum heldur stofn- ar fyrirtæki og sækir fram. Ég held að Pól- land sé í ágætis málum.“ Spjallið við Ögmund Þú ert í Sjálfstæðisflokknum. Hvað laðaði þig að honum? „Ég skráði mig í Sjálfstæðisflokkinn þegar ég var nítján ára. Á kjördegi kosning- anna 1999 fór ég á kosningaskrifstofur allra flokka og þáði þar kaffi og samlokur. Á skrif- stofu VG átti ég heillangt spjall við Ögmund Jónasson. Að því loknu labbaði ég yfir í Val- höll og skráði mig í Sjálfstæðisflokkinn. Þetta var ágætis spjall en ég var ósammála Ögmundi í flestu og gekk því í þann stjórn- málaflokk sem var fjærstur honum. Ég er hægrimaður, trúi á frelsið, og Sjálf- stæðisflokkurinn er sá flokkur sem alla- vega að nafninu til á að standa vörð um þau gildi.“ Ræður uppruninn þar einhverju? „Örugglega, en það er þó ekki þannig að allir Pólverjar séu hægrimenn. Í augnablik- inu er sú staða uppi í Póllandi að flokkur hliðstæður Sjálfstæðisflokknum er með 40 prósenta fylgi og repúblikanaflokkur hægra megin við hann er með 40 prósent. Þetta er býsna hægrisinnað eins og stendur en það er kannski af því að vinstrimenn hafa spilað illa úr sínum málum að undanförnu.“ Þú ert mjög gagnrýninn á flokkinn þinn. „Já. Skoðum til dæmis Evrópusambands- málin. Flokkurinn hefur sagt mjög skýrt að hann vilji ekki hafa innanborðs fólk sem er hlynnt aðild. Aðalástæðan fyrir því að það er enn í flokknum er sú að upp til hópa er þetta fólk sem hefur verið lengi í flokkn- um og vill ekki fá á sig þann aula- stimpil sem fylgir því að kljúfa sig út úr honum. Sjálfstæðisflokkurinn er með langa sögu og ég býst við að menn séu hræddir við að brjóta hann upp. En skilaboð síðustu tveggja landsfunda geta ekki verið skýr- ari; Evrópusambandsaðildar- sinnar eiga ekki samleið með flokknum.“ Hagsmunir Íslands númer eitt Þú ert þarna ennþá. „Já, ég það. Sjálfstæðisflokk- urinn er tæki til að ná fram hug- myndum. Í því sem er að fást við hugsa ég hvað sé best fyrir Ísland en ekki hvað sé best fyrir Sjálf- stæðisflokkinn.“ En af hverju heldurðu að Evr- ópusambandsaðild sé Íslandi fyrir bestu? „Ég tel að Evrópusambandið sem slíkt sé gott. Ég hef séð jákvæð áhrif þess í gegnum mitt gamla heimaland og löndin í kring og ég held að enginn hafi verið duglegri við að breiða út lýðræði og kapítalisma í heiminum undan- farna áratugi en Evrópusam- bandið. Vegna þess urðu ótrúleg- ar umbætur í Austur-Evrópu. Það eitt og sér gerir að verkum að mér finnst ESB frábært fyrirbæri. Það er svo önnur spurning hvort aðild sé góð fyrir Ísland. Sé hún skoðuð kemur í ljós að með aðild myndi margt hér breytast til batnaðar. Margt er þegar í höfn vegna EES- samningsins en út af standa mál á borð við sjávarútveg, landbúnað, gjaldmiðil og aðkomu að stofnanaákvarðanatöku. Um þau þarf að semja. Margir hafa áhyggj- ur af sjávarútveginum en ég sé ekki hvað í samningum gæti orðið Evrópusambandinu betur í hag en Íslandi.“ Sjálfbært, sósíalískt kjaftæði Hvernig finnst þér ríkisstjórnin standa sig? „Ég held að þetta sé fólk sem er örugglega, að mörgu leyti, að reyna að gera sitt besta og ég hef samúð með og skilning á mörgu sem hún stendur í. Auðvitað myndi ég vilja að Evrópusambandsumsóknin væri keyrð áfram af alvöru en raunin er sú að hálf ríkis- stjórnin er á móti henni þótt Alþingi hafi samþykkt að fara þessa leið. Svo verð ég að segja að VG-megin í ríkis- stjórninni gerast hlutir sem eru þess eðlis að hárin rísa. Það gerist til dæmis í hvert einasta skipti sem Jón Bjarnason tekur ákvörðun. Hann tekur reyndar ekki stærstu ákvarðanirnar sem valda umróti í efnahagslífinu en engu að síður þá stígur hann í hvert sinn frá því sem heitir markaðsbúskapur í átt til einhvers sem heitir sjálfbært, sósíalískt kjaftæði. Þess vegna er ég hræddur um að það verði erfitt að koma nokkru af stað á meðan ríkis- stjórnin er svona.“ Hvers vegna sóttist þú eftir kjöri á stjórnlagaþing? „Mig langaði bara til þess. Ég veit svo sem ekki hvað annað ég á að segja um það. En þó, ég hef ann- ars vegar mikinn áhuga á nær- umhverfinu og hins vegar grunn- skipuninni, lýðræðinu og slíku. Ég hef minni áhuga á því dóti sem er á þinginu núna. Ég mat það svo að það gæti verið gaman að vera með í þessari kosningabaráttu og að það gætu verið góðar líkur á að ég næði kjöri.“ Stjórnskipunin er aðalmálið Það mátti skilja orð þín í Frétta- blaðinu nýverið þannig að þú óttist að stjórnarskráin kunni að fyllast af innantómum yfirlýsing- um sem gleðja alla en gagnast engum. Hvað áttu við? „Nú er ég að fara að vinna með fólki sem hefur ýmsar hugmyndir og ég vil ekki skjóta þær allar niður strax. Það væri óheppilegt fyrir samstarfið. En mörg fórum við fram með einhverjum slagorðum um það sem við viljum koma í gegn. Alþingi setti stjórnlaga- þinginu hins vegar ákveðinn ramma utan um átta atriði sem á að fjalla um. Við eigum að einbeita okkur að atriðum sem snúa að stjórnskipun ríkisins áður en við förum að bæta við áhugamálum okkar. Ég vil breyta fullt af hlutum, jafnvel í mann- réttindakaflanum. Það er til dæmis leyfilegt að setja skorður við tjáningarfrelsinu út af heilsu fólks. Mér finnst það of langt gengið en ætla ekki að ráðast á það núna því það er ekki eitt af því sem við áttum að gera. Sú staða gæti komið upp að eftir tveggja mánaða vinnu höfum við bara velt fyrir okkur málum eins og aðskilnaði ríkis og kirkju, mannréttindakaflanum eða öðru sem við áttum ekki að gera. Allt svona á að mæta afgangi.“ Öfugt við mjög marga ertu heldur mótfall- inn ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlind- um, hvers vegna? „Helmingur ríkja í OECD hefur ákvæði um auðlindir í stjórnarskrá. Af þeim er stærsti hlutinn einungis með ákvæði um skyldur ríkisins til að tryggja að auðlindir séu nýttar á skynsaman og sjálfbæran hátt. Það er hlutur sem má skoða enda hlýtur það að vera markmið allra sem hugsa um auð- lindir yfirhöfuð. Einungis fjögur ríki innan OECD, þar af tvö Evrópuríki, Slóvakía og Írland, eru með ákvæði um að ríkið eigi auð- lindirnar. Þar er ekki talað um þjóðareign, sem að mínu viti er of óljóst hugtak. Auðlind- ir er líka óljóst hugtak. Ég held að það eigi ekki að binda hendur stjórnmálamanna framtíðar þannig að ein- ungis opinberir aðilar megi eiga þetta eða hitt. Ef menn vilja breyta kvótakerfinu, sem sjálfsagt margir eru að hugsa um í þessu sambandi, þá er miklu auðveldara og eðli- legra að gera það með lagabreytingum.“ Margir eru líka að hugsa um orkuna. „Já, og ef menn vilja meina að orka eigi að vera eign ríkisins, þá er hægt að orða það í lögum. Markmið þeirra sem tala um þetta hlýtur að vera að auðlindir séu nýttar á skyn- saman hátt. Stjórnarskrárákvæði um þjóð- areign eða ríkiseign tryggir ekki skynsam- lega nýtingu. En ég tek skýrt fram að ég er ekki mætt- ur á stjórnlagaþing til að þvælast fyrir öllu. Ég ætla að vinna að þessum málum. Alþingi setti okkur að vinna að auðlindaákvæði og það er ekki útilokað að niðurstaða fáist sem menn verði sáttir við.“ Upphafið að meiru? Þú varst í framboði fyrir Sjálfstæðisflokk- inn í borgarstjórn í vor, nú ertu kominn á stjórnlagaþing. Hefur þú velt fyrir þér frek- ari þátttöku í pólitík? „Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki áhuga á því. Ég þáði boð um sæti á lista hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir borgarstjórn- arkosningar vegna þess að ég hef áhuga á borgarmálum. Ég fór fram til stjórnlaga- þings vegna þess að ég hef áhuga á málefn- um þess. Ég ætla ekki að gera pólitík að ævi- starfi en ég hef áhuga og það kemur vel til greina að gera eitthvað meira.“ Verðum að byrja á stóru málunum Pawel Bartoszek er meðal fulltrúa á stjórnlagaþinginu sem tekur til starfa í febrúar. Hann fæddist í Póllandi en hefur búið á Íslandi síðan hann var átta ára. Björn Þór Sigbjörnsson spjallaði við Pawel um æskuna, stjórnmálin og stjórnlagaþingmennskuna. FÖSTUDAGSVIÐTALIÐföstudagu r Pawel Bartoszek stjórnlagaþingmaður Þetta var ágætis spjall en ég var ósammála Ögmundi í flestu og gekk því í þann stjórn- málaflokk sem var fjærstur honum. PAWEL BARTOSZEK Eftir grunn- skólanám fór Pawel í MR og þaðan í stærðfræðinám í HÍ. Hann lærði meiri stærðfræði í Danmörku og kenndi svo við HR meðan þar var starfrækt stærð- fræðideild. Nú bíður hann þess að stjórnlagaþingið verði sett. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.