Fréttablaðið - 10.12.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.12.2010, Blaðsíða 32
32 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR Ómar Stefánsson, bæjarfull-trúi Framsóknarflokks- ins í Kópavogi, skrifar grein í Fréttablað gærdagsins þar sem hann furðar sig á nýrri reglu- gerð umhverfisráðuneytisins um öryggismál á sundstöðum. Ómar telur það hið versta mál að börn- um yngri en tíu ára sé nú óheim- ill aðgangur að sundstöðum nema í fylgd með syndum ein- staklingi fimmtán ára eða eldri. Hingað til hefur verið miðað við átta ára aldur. Ómar segist ekki sjá nein rök fyrir þessari breytingu. Mér er bæði ljúft og skylt að útskýra fyrir honum á hvaða forsendum ákvörðun mín byggir. Breytingin er að sjálfsögðu til komin vegna öryggissjónarmiða. Hlutfall barna sem eru synd átta ára er lægra en hlutfall þeirra sem eru synd tíu ára gömul. Einnig eru börn yngri en tíu ára líklegri til að drukkna vegna þess að þau hafa ekki eins góð viðbrögð í öndunarvegi. Þannig hafa kokviðbrögð alla jafnan náð eðlilegum þroska við tíu ára aldur. Meðal þeirra sem styðja þessa breytingu á reglugerðinni eru Félag barnalækna, Umboðs- maður barna, Samband íslenskra sveitarfélaga og stjórn Samtaka forstöðumanna sundstöðva á Íslandi. Í umsögn Félags barna- lækna og Sjóvá Forvarnarhúss um umrædda breytingu eru taldar upp fjórar ástæður fyrir hækkun aldurstakmarks í tíu ár: 1. Í rannsókn á tíðni drukknana frá 1984 til 1993 kom fram að 42% allra barna sem rannsókn- in náði yfir drukknuðu á opin- berum sundstöðum. Flest þeirra voru á aldrinum 6-9 ára. 2. Í könnun sem unnin var af sundkennurum árið 1998 kemur fram að einungis 25% barna sem náð hafa 8 ára aldri eru synd samkvæmt gildandi skilgreiningum sundkennslu. 3. Reynslan sýnir að flestir foreldrar hugsa fyrst og fremst um aldur barna en taka ekki tillit til raunverulegrar sund- kunnáttu barna sinna. Foreldrar hafa í flestum tilfellum ekki skýra mynd af því hvort barnið er synt eða ekki og treysta um of á gæslu sundlaugarvarða. 4. Samsetning íbúa á Íslandi hefur breyst. Þau börn sem hingað hafa flutt undanfarin ár hafa mörg hver ekki hlotið sundkennslu sem er sambærileg þeirri sem veitt er hér á landi. Í þessu ljósi tók ég þá ákvörð- un að hækka aldurstakmarkið í tíu ár. Ómar segist byggja and- stöðu sína við þessa ákvörðun á spjalli við sundsérfræðinga og skorar því á mig að fresta gildis töku reglugerðarinnar og fá frekari umsagnir þeirra sem þekkingu hafa á þessum málum. Eins og fram kemur hér að fram- an er afstaða mín meðal annars byggð á þekkingu Félags barna- lækna, Umboðsmanns barna og stjórnar Samtaka forstöðu- manna sundstöðva. Ef Ómar telur sig búa yfir frekari upplýs- ingum sem kynnu að hafa áhrif á ákvörðun mína í málinu hvet ég hann til að koma á minn fund og gera grein fyrir þeim. Öryggi barna á sundstöðum Öryggi sundstaða Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra Samviskufangar heimsins í dag eru hinir snauðu. Þær milljón- ir sem njóta ekki mannréttinda og lifa við fátækt. Fangelsið er stórt og það er að finna um allan heim. Fangelsið er rammbyggt og bygg- ingarefnið eru mannréttindabrot. Mannréttindabrot sem viðhalda traustum múrum fangelsis. Skort- ur á efnislegum gæðum er vissu- lega ein birtingarmynd fátækt- ar, sú birtingarmynd sem flestir einblína á. En fátækt snýst ekki eingöngu um skort. Fátækt snýst öðru fremur um öryggisleysi, kúgun, spillingu, ofbeldi, mis- munun, útilokun og raddleysi. Baráttan gegn fátækt þarf að breytast, útrýming fátæktar getur ekki falist eingöngu í hag- vexti og aukinni landsframleiðslu, þaðan af síður í ölmusu. Auknar tekjur einar og sér binda ekki enda á mannréttinda- brot. Lausnin felst fyrst og fremst í virðingu fyrir mannréttindum. Lausnin felst í því að beina sjón- um að þeim mannréttindabrotum sem skapa fátækt og halda fólki í fjötrum hennar. Því er gerð rík krafa á ríkis- stjórnir, alþjóðastofnanir, fyrir- tæki og fjármálastofnanir að byggja allar aðgerðir gegn fátækt á virðingu fyrir mannréttindum, bæði heima og heiman. Mannréttindi fyrir alla Hinn 10. desember árið 1948 var Mannréttindayfirlýsingin sam- þykkt á allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna. Ætíð síðan hefur 10. desember verið alþjóðlegi mann- réttindadagurinn. Mannréttinda- samtökin Amnesty International byggja starf sitt á Mannréttinda- yfirlýsingunni og telja afar mikil- vægt að hver og einn sé meðvitað- ur um efni hennar og leggi sitt af mörkum til að réttindi þau, sem þar eru skráð, verði virt. Starf Amnesty International tryggir að fórnarlömb mann- réttindabrota gleymast ekki og ríkis stjórnir sem gerast brotleg- ar komast ekki upp með mann- réttindabrot án þess að athygli umheimsins beinist að þeim. Þess vegna minnir Amnesty Inter- national nú enn og aftur allar ríkis stjórnir heims á þau réttindi sem skráð eru í Mannréttinda- yfirlýsingunni, réttindi sem yfir- völdum ber að tryggja og um leið hvetja samtökin almenning til að styðja mannréttindabaráttu Amnesty International. Áskorun til íslenskra yfirvalda Eitt af baráttumálum Amnesty International er að fólk geti dregið stjórnvöld til ábyrgðar þegar efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi eru van- virt. Í dag, á alþjóðlega mann- réttindadaginn eru tvö ár liðin frá því að allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna samþykkti einróma valfrjálsa bókun við alþjóða- samninginn um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg rétt- indi. Íslandsdeild Amnesty Inter- national hefur nú ítrekað fyrri áskoranir til íslenskra yfirvalda um að Ísland undirriti og fullgildi bókunina. Bókunin opnar kæruleið fyrir einstaklinga og hópa sem brot- ið er á. Hún er mikilvægt skref í þeirri viðleitni að tryggja aðgang að réttlæti fyrir þolend- ur mannréttindabrota. Fólk sem lifir í sárri fátækt og hópar á jaðri samfélaga sæta alvarleg- ustu brotunum á efnahagslegum, félagslegum og menningarlegum réttindum, þar með talið réttin- um til húsnæðis, fæðis, vatns og hreinlætis, svo og réttinum til heilsu og menntunar. Amnesty International telur að mannréttindi verði að vera mið- læg í allri viðleitni til að draga úr fátækt. Með því að gerast aðili að bókuninni myndi ríkisstjórn Íslands sýna að hún er reiðubúin til að koma fram af ábyrgð gagn- vart þeim sem búa við fátækt. Fullgilding bókunarinnar er raunhæft skref í átt að útrýmingu fátæktar bæði heima og heiman. Það er löngu tímabært að tryggja aðgang að úrræðum fyrir fórnarlömb allra mannrétt- indabrota. Fórnarlömb brota á efnahagslegum, félagslegum og menningarlegum réttindum hafa ekki notið sömu verndar og fórn- arlömb brota á borgaralegum og stjórnmálalegum réttindum. Full- gilding bókunarinnar er því mikil- vægt skref til að tryggja alþjóð- lega vernd og réttlæti til handa fórnarlömbum allra mannrétt- indabrota. Lausnin felst í réttlæti en ekki ölmusu Með því að gerast aðili að bókuninni myndi ríkisstjórn Íslands sýna að hún er reiðubúin til að koma fram af ábyrgð gagnvart þeim sem búa við fátækt Flestir foreldrar hugsa fyrst og fremst um aldur barna en taka ekki tillit til raun- verulegrar sundkunnáttu. Í grein í Fréttablaðinu í gær er fjallað um umræður á Alþingi þar sem þingmenn ræddu leið- ir út úr þeim vanda sem viðvar- andi fækkun heimilislækna skap- ar í heilsugæslunni um allt land. Tvær leiðir voru nefndar, þ.e. að mennta nýja stétt aðstoðarmanna lækna eða að auka réttindi hjúkr- unarfræðinga til að greina sjúk- dóma eða ávísa lyfjum. Viðfangsefni heilsugæslunn- ar eru fjölmörg og mikilvægt að þeir sem þangað leita geti feng- ið þjónustu frá þeim fagmönn- um sem besta þekkingu hafa á hverju viðfangsefni. Heilsugæsl- an þarf að vera skipulögð þannig, bæði í áherslum og mannafla, að hún standi undir nafni sem heilsu- gæsla í stað þess að vera fyrst og fremst læknamóttaka. Því þarf að fjölga þeim fagstéttum sem taka virkan þátt í störfum innan heilsugæslunnar. Efla þarf hlut- verk hjúkrunarfræðinga, sálfræð- inga, félagsráðgjafa, sjúkraþjálf- ara, iðjuþjálfa o.fl. fagstétta. Það er ekki keppikefli hjúkrun- arfræðinga að sjúkdómsgreina, það gera læknar. Hjúkrunarfræð- ingar geta hins vegar tekið að sér sérhæfða móttöku fyrir lang- veika sjúklinga, aldraða og ungl- inga. Þeir geta haft eftirlit með heilsu og líðan einstaklinga og sinnt heilsuvernd, heilsueflingu og forvörnum, unnið vistunar- mat og umsóknir um ýmsa aðstoð s.s. hjálpartæki, stoðþjónustu og hvíldarpláss. Hjúkrunarfræðingar geta endurnýjað lyfseðla hjá ein- staklingum sem hafa langvinna sjúkdóma. Þeir geta sinnt slysa- móttöku og geta tekið að sér aukna þjónustu þar s.s. að sauma minni sár, leggja gifs, sjá um end- urkomur o.fl. Það er ekki þörf fyrir nýja heil- brigðisstétt til að leysa skort á heimilislæknum eða til að efla heilsugæsluna. Með samstarfi þeirra heilbrigðisstétta sem þegar ættu að starfa innan heilsugæsl- unnar og tilflutningi verkefna milli þeirra, er hægt að tryggja aukna þjónustu og að þeir sem til heilsugæslunnar leita fái ætíð þjónustu þeirra sem mesta þekk- ingu hafa á hverju sviði. Í slíku samstarfi felst þá jafnframt að hver og einn fagmaður leitar ráð- gjafar og eftir atvikum vísar verk- efnum til annarra eftir því sem við á. Þannig nýtist fagþekking og fjármunir heilsugæslunnar best. Tækifæri í heilsugæslunni Heilsugæsla Elsa B. Friðfinnsdóttir Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Mannréttindi Jóhanna K. Eyjólfsdóttir Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International AF NETINU Stjórnvöld þráskölluðust við uppbyggingu heilsugæslu Stjórnvöld þráskölluðust við uppbygginguna þar til eftir hrun að loks fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Álfheiður Ingadóttir tók af skarið og ákvað að fjölga námsstöðum í heimilislækningum og styðja þannig við uppbyggingu heilsugæsluna þótt á erfðum tímum væri. Allt of seint var brugðist við og vandinn orðin mjög mikill. Flestir heimil- islæknar eru nú komnir vel á aldur eða vel yfir fimmtugt og margir hætta störfum á næsta áratug. Kjaraskerðingar og mikið vinnuálag auk frjáls aðgengis unglækna og sjúklinga í aðrar sérgreinar hafa síðan gert það að verkum að sárafáir unglæknar hafa nú áhuga á námsstöðunum. Þannig vantaði alveg að huga að eðlilegri mönnun heimilislækna í heilsugæslunni hér á höfuðborgar- svæðinu í rúman áratug og sem við erum nú að súpa seiðið af og skýrir ástandið meira en nokkuð annað. Það ástand breytist ekki nema verulega verði stutt við námsstöðurnar og starfsskilyrðin sem slík gerð fýsilegri hér á höfuðborgarsvæðinu. Ef síðan blikur eru á lofti að aðrar stéttir blandi sér með óeðlilegum hætti í störf heimilislækna er hætt við að áhuginn minnki en frekar. Ef breyta á heimilislækningum í færibandavinnu og sjálfvirka endurnýjunar- afgreiðslu hjúkrunarfræðinga er vegið að sérfræðigrein heimilislækna og sennilega best fyrir unglækna að velja sér strax aðra sérgrein innan læknis- fræðinnar sem tryggir sjálfstæðan starfsvettvang í nútímalegri læknisfræði, hér heima eða erlendis.. blog.eyjan.is/vilhjalmurari Vilhjálmur Ari Arason Fimm fræknar Skáldin Gerður Kristný, Guðrún Hannesdóttir, Kristín Jónsdóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir og Þórdís Gísladóttir lesa úr nýlegum ljóðabókum sínum. FÖSTUDAGINN 10. DESEMBER KL. 17:00 Á SÚFISTANUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.