Fréttablaðið - 10.12.2010, Blaðsíða 63
FÖSTUDAGUR 10. desember 2010 39
Stjórnmálamenn eiga jafnt að takast á við málefni líðandi
stundar, sem og að marka stefnu
til framtíðar. Sjaldan er meiri þörf
á skýrri framtíðarsýn en einmitt
þegar gengið er í gegnum erfið-
leika. Langtímamarkmið okkar
er að hér verði mögulegt að búa
áfram og það er hlutverk stjórn-
málamanna að skapa skilyrði og
umhverfi til að svo megi verða.
Stærsta álitaefnið í því sambandi
er líklega það hvort almenningur
á Íslandi fái sanngjörn laun fyrir
sína vinnu eða viljum við áfram
búa almenningi þann veruleika
að tvær myntir séu í landinu – þ.e.
launakrónan í launa umslaginu
og verðtryggða krónan í glugga-
umslaginu? Það var sveiflan á
milli þessara tveggja mynta sem
orsakaði eignatjón almennings
haustið 2008. Ef við ráðumst ekki
að rót þessa vanda, er ekkert því
til fyrirstöðu að við bjóðum börn-
unum okkar uppá sama óréttlæt-
ið eftir 10-15 ár og við höfum nú
upplifað.
Stærstur hluti erfiðleika
íslenskra fyrirtækja og heimila
snýst ekki um hrun bankakerfisins
heldur miklu fremur um sveiflur í
gengi erlendra mynta, launakrónu
og verðtryggðar krónu. Ríkið tók á
sig mikið högg vegna hruns bank-
anna en tókst með neyðarlögunum
að minnka það tjón og senda reikn-
inginn að einhverju leyti til erlenda
kröfuhafa. Tjón almennings er
hins vegar miklu fremur tengt
gengi krónunnar og því verðbólgu-
skoti sem varð því samfara. Þannig
hitti hrun launakrónunnar íslensk
heimili miklu verr en banka hrunið.
Íslendingar upplifa bæði banka-
og myntkreppu, þegar önnur lönd
glíma bara við bankakreppu. Sem
dæmi hefur írskur almenningur
ekki lent í stórkostlegu eignatjóni
enda eru laun þeirra og skuldir í
sömu myntinni.
Stjórnmálamenn eiga að skapa
skilyrði og umhverfi til að fólk
vilji búa hér áfram. Sumir stjórn-
málamenn hafa lagt á það áherslu
að framtíð íslenskra neytenda,
íslenskra skuldara og íslenskra
launamanna sé best borgið í mynt-
samstarfi við vinaþjóðir í Evrópu.
Aðrir stjórnmálamenn hafa ekki
lagt fram neina framtíðarsýn í
þessum efnum. Nú er komið að
almenningi að standa með sjálfum
sér og krefjast breytinga. Íslensk-
ur almenningur á skilið að laun og
skuldir séu í sömu myntinni.
Laun og skuldir í sömu mynt
Efnahagsmál
Magnús Orri
Schram
þingmaður
Samfylkingarinnar Nú er komið að almenningi að standa
með sjálfum sér og krefjast breytinga.
AF NETINU
Hvað um endur-
skoðendur?
Endurskoðunarskýrslurnar sem
nú eru að birtast í fjölmiðlum
eru komnar frá embætti sérstaks
saksóknara.
Þetta eru merkileg plögg sem
sýna samfellda og stórfellda mis-
notkun. Lán til tengdra aðila, lán
sem aldrei virðist hafa staðið til
að innheimta, falsaða reikninga.
Það sem maður spyr sig er
– þegar notaðar eru slíkar blekk-
ingar til að halda bankastarfsemi
gangandi er þá eitthvert hald í
því sem gert var í skjóli þeirra?
Er þetta þá ekki hrein svikamylla
fyrst undirstaðan er ekki betri, og
allt sem fylgdi svindilbrask meira
og minna – hlutabréfamarkað-
urinn, peningamarkaðssjóðirnir,
Icesave, gjaldeyrislánin?
Enginn hefði snert neitt af þessu
hefði hann vitað um raunveru-
lega stöðu bankanna og það sem
fór fram inni í þeim.
Og hvað þá með endurskoð-
unarfyrirtækn. Er þeim yfirleitt
treystandi eftir þetta eða eru þau
alltaf til í að fylgja þeim ríku og
voldugu hverju sinni?
silfuregils.eyjan.is
Egill Helgason
Árbót á pólitíska vini
Þingheimur er samála um að
almenningur í landinu borgi
stórbændunum að Árbót tugi
milljóna króna, engu breytir að
hörmulega tókst til með rekstur
heimilisins þar, sem var rekið
á samningi við Barnaverndar-
stofu, og ekki heldur þó forstjóri
Barnarverndarstofu hafi ekki séð
ástæðu til greiðslunnar.
Fólkið á Árbót á pólitíska vini
sem vernda það. Með pening-
um úr almannasjóðum. Það var
léttara að afgreiða tugi milljóna
til þessa fólks en mæta þeim
fjölmörgu sem eiga um sárt að
binda eftir dvöl á heimilum þar
sem illa tókst til.
Vonandi er eftirgjöf stjórnmála-
manna í Árbótarmálinu frekar
sértæk aðgerð en almenn.
Miðjan.is
Sigurjón M. Egilsson
Fráleit hugmynd
Húsið Höfði er líklega frægasta
hús landsins og gatan Höfðatún
er kennd við það.
Nú heyrir maður að ætlunin sé
að leggja niður nafnið Höfða og
kenna götuna við konu.
Þetta finnst mér aldeilis fráleit
hugmynd og það hlýtur að vera
hægt að finna einhverja aðra
götu sem hægt sé að skipta um
nafn á.
Raunar hefur svipað verið gert
áður en þó ekki eins stórkarla-
lega og nú er ætlunin að gera
með því að leggja niður nafnið
Höfðatún.
blog.eyjan.is/omarragnarsson/
Ómar Ragnarsson
náttúrulega
Aubrey, húð og hársnyrtivörur
hreinsa, stinna og styrkja húðina
Engir parabenar. Henta fólki á öllum aldri.
Nú líka fáanleg fyrir herra.
Perlége
ekta Belgískt
súkkulaði
Enginn sykur!
Sætt með maltitol
og hentar því
sykursjúkum líka.
Sonnentor lífræn krydd
Einstök gæðakrydd! Finndu ilminn og kryddaðu
jólamatinn með fersku Sonnentor kryddi.
Í Heilsuhúsinu finnur þú mikið úrval af náttúrulegum og lífrænt vottuðum snyrtivörum,
sælkeravörum, framandi kryddi og öllu því sem þarf til að gera góðan mat betri.
Weleda Sturtusápa (án sápu)
og handáburður úr Granateplum.
Granateplin eru styrkjandi og nærandi fyrir húðina.
Handáburðurinn er mýkjandi og notalegur ilmur.
Verð: 3.490 kr
Laugavegi • Kringlunni • Smáratorgi • Lágmúla • Akureyri • Selfossi • Reykjanesbæ
Balocco og Amé
Fullkomin uppskrift að jólum!
Ítalska jólakakan í fallegum
umbúðunum sem hægt er að
nota aftur og aftur og
frískandi og freyðandi AMÉ
í fjórum bragðtegundum.
Lavera lífrænt vottaðar húðvörur
Lime Body Lotion og sturtusápa ásamt
Basis handáburði. Verð: 2.990