Fréttablaðið - 10.12.2010, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 10.12.2010, Blaðsíða 88
64 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR IE-deild karla: Keflavík-Tindastóll 82-76 Keflavík: Lazar Trifunovic 27/11 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 23/9 fráköst/10 stoðsendingar, Gunnar Einarsson 12/5 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 5, Jón Nordal Hafsteinsson 4, Valentino Maxwell 4, Sigurður Gunnar Þorsteins- son 4/6 fráköst, Gunnar H. Stefánsson 3. Tindastóll: Hayward Fain 22/11 fráköst/8 stoðsendingar/3 varin skot, Sean Kingsley Cunn- ingham 19/7 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 13/5 fráköst, Dragoljub Kitanovic 8/6 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 7, Friðrik Hreinsson 4, Svavar Atli Birgisson 3. Fjölnir-Grindavík 69-86 Fjölnir: Ingvaldur Magni Hafsteinsson 21/5 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 17/9 fráköst/5 stoðsendingar, Ben Stywall 14/10 fráköst, Jón Sverrisson 10/7 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 5, Sindri Kárason 2. Grindavík: Ryan Pettinella 20/9 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 16/10 fráköst, Ólafur Ólafsson 14/5 fráköst, Jeremy Kelly 14/7 fráköst/5 stoðsending- ar, Þorleifur Ólafsson 10, Björn Steinar Brynjólfs- son 6, Kjartan Helgi Steinþórsson 2, Ómar Örn Sævarsson 2, Guðlaugur Eyjólfsson 2/5 fráköst. Hamar-Snæfell 75-99 Hamar: Andre Dabney 19/8 fráköst, Darri Hilmarsson 19/5 fráköst, Hilmar Guðjónsson 11, Ellert Arnarson 10/5 stoðsendingar, Ragnar Á. Nathanaelsson 8/8 fráköst/5 varin skot, Svavar Páll Pálsson 8/6 fráköst. Snæfell: Ryan Amaroso 38/11 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 16/6 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 10/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8, Sean Burton 7/8 fráköst/10 stoðsendingar, Egill Egilsson 6/4 fráköst, Atli Rafn Hreinsson 5, Sveinn Arnar Davíðsson 5, Daníel A. Kazmi 2, Kristján Andrésson 2. KR-ÍR 100-82 Engin tölfræði barst úr leiknum. Njarðvík-KFÍ Frestað Haukar-Stjarnan 100-85 Haukar: Gerald Robinson 29/7 fráköst, Haukur Óskarsson 22, Sveinn Ómar Sveinsson 19/5 frák- öst, Semaj Inge 16/7 fráköst/10 stoðsendingar, Emil Barja 6/9 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 4, Óskar Ingi Magnússon 2/6 fráköst/5 stoðsend- ingar, Örn Sigurðarson 2. Stjarnan: Marvin Valdimarsson 21/6 fráköst, Jovan Zdravevski 20/9 fráköst, Justin Shouse 18, Daníel G. Guðmundsson 9, Ólafur Aron Ingvason 7, Fannar Freyr Helgason 6/8 fráköst, Guðjón Lárusson 4. STAÐAN: Snæfell 10 9 1 1002-902 18 Grindavík 10 8 2 891-783 16 Keflavík 10 7 3 888-848 14 KR 10 7 3 986-856 14 Stjarnan 10 5 5 880-884 10 Hamar 10 5 5 827-838 10 Fjölnir 10 4 6 877-891 8 Haukar 10 4 6 857-904 8 Tindastóll 10 3 7 790-871 6 Njarðvík 9 3 6 687-762 6 KFÍ 9 2 7 827-907 4 ÍR 10 2 8 869-935 4 ÚRSLIT KÖRFUBOLTI Íslandsmeistarar Snæfells eru enn á toppi Iceland Express deildar karla eftir fínan og öruggan útisigur á Hamri, sem er heldur betur að kólna. Ryan Amoroso hélt áfram að fara á kostum í liði Snæfells en hann skoraði 38 stig í gær og reif niður ein 8 fráköst. Jón Ólafur Jónsson skilaði sínu að venju fyrir meistarana. Andre Dabney og Darri Hilmarsson voru í sérflokki hjá Hamarsmönnum. Hamar byrjaði leiktíðina með miklum látum en er að gefa hraust- lega eftir. Haukar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Stjörnuna að Ásvöllum en Stjörnumenn eru ekki alveg að standa undir væntingum í vetur. Gerald Robinson fór mikinn í liði Haukanna og skoraði 29 stig og tók 7 fráköst. Semaj Inge var einnig áberandi með 16 stig, 7 fráköst og 10 stoðsendingar. KR vann síðan borgarslaginn gegn ÍR en ekkert varð af leik Njarðvíkur og KFÍ þar sem ekki var flogið frá Ísafirði í gær. - hbg Grindavík, Keflavík og KR halda áfram að elta Íslandsmeistara Snæfells: Meistararnir eru enn á toppnum STERKUR Pavel Ermolinskij skilar alltaf sínu fyrir KR. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI Grindvíkingar unnu sterkan sigur gegn Fjölni, 86-69, í tíundu umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta í gær, en leikurinn fór fram í Grafar- voginum. Fjölnismenn voru með yfirhönd- ina stóran hluta af leiknum en gestirnir í Grindavík gjörsamlega keyrðu yfir óreynda Fjölnismenn í fjórða leikhlutanum og sigruðu að lokum örugglega. Ryan Petti- nella, leikmaður Grindvíkinga, var atkvæðamestur hjá gestunum með 20 stig en Ægir Steinarsson skor- aði 17 stig fyrir Fjölni. „Þetta var erfiðari leikur en töl- urnar gefa til kynna og við komum hreinlega ekki tilbúnir til leiks,“ sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, ánægður með sigurinn. „Það hefur loðað aðeins við okkur í vetur að mæta ekki til- búnir í leikina. Í síðari hálfleikn- um fórum við loksins að spila vörn og sýnum fínan karakter hérna í lokin. Mínir leikmenn eiga samt sem áður mikið inni og geta spilað mun betur“. Grindvíkingar áttu í miklum erfileikum með að koma boltan- um í körfuna í fyrri hálfleiknum en það breyttist heldur betur í þeim síðari. „Ég sagði við strákana í hálfleik að ég vildi sjá öll skot syngja í net- inu í seinni hálfleiknum því þetta var alveg skelfilegt í byrjun leiks,“ sagði Helgi. „Við bara sprungum í fjórða leikhluta,“ sagði Örvar Kristjáns- son, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn í gær en hans menn voru að sýna flott tilþrif framan af. „Þetta var bara ekki nægilega gott hjá okkur í kvöld en við verð- um að halda út allan leikinn á móti jafn góðu liði og Grindvík. Ég er nokkuð sáttur við hvað strákarn- ir mættu tilbúnir til leiks en ég er hundfúll hvað við erum fljótir að missa hausinn. Grindvíkingar eru komnir með frábært varnarlið og gerðu okkur lífið leitt hérna í lokin, strákarnir voru þvingaðir í allt of erfið skot, sem í raun fór með leikinn,“ sagði Örvar svekktur. - sáp Hið efnilega lið Fjölnis stóð lengi vel í sterku liði Grindavíkur en varð að játa sig sigrað að lokum: Grindavík keyrði yfir Fjölni í lokaleikhlutanum EKKERT GEFIÐ Fjölnismenn gáfu Grind- víkingum ekki neitt í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MÖGNUÐ TILÞRIF Leikmenn Grindavíkur og Fjölnis sýndu lipurleg tilþrif í Grafarvoginum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI „Það er alltaf hiti sem fylgir þessu, pústrar og svona. Það gerir þetta bara skemmti- legra. Það voru allir snarvit- lausir í húsinu og eintóm ham- ingja,“ sagði Gunnar Einarsson, leikmaður Keflavíkur, eftir að hans lið vann nauman sigur gegn Tindastóli á heimavelli sínum og krækti þar með í tvö stig í Iceland Express deildinni. Mikill hiti var í Sláturhúsinu og til handalögmála kom milli leik- manna seint í leiknum. Á loka- sprettinum voru það heimamenn sem reyndust sterkari og náðu því að hefna fyrir tapið þegar þessi sömu lið mættust á sama stað í bikarnum um síðustu helgi. „Þetta var ekki alveg að ganga í byrjun seinni hálf- leiks en við náðum að rífa okkur upp úr því og klára dæmið. Þetta var algjör baráttusigur. Það er bara ein keppni eftir hjá okkur og þar stefnum við að því að vera númer eitt. Þetta var bara eitt skref í áttina að þessu stóra mark- miði,“ sagði Gunnar. Það voru gestirnir frá Sauð- árkróki sem byrjuðu leikinn tals- vert betur og strax mátti skynja talsverðan pirring meðal leik- manna Keflavíkur. Stólarnir höfðu sjö stiga forystu eftir fyrsta fjórðunginn en heimamenn náðu að taka sig saman í andlitinu í þeim öðrum og leiddu í hálfleik með sex stigum. Gestirnir voru þó síður en svo búnir að leggja árar í bát og bar- áttan hélt áfram eftir hlé þar sem ákefðar- stig beggja liða var ansi hátt. Stólarnir náðu að endur- heimta forystu sína og eftir það kom kafli þar sem liðin skiptust á að leiða. Munurinn fyrir lokafjórð- unginn var aðeins eitt stig, Kefla- vík í vil. Þrátt fyrir góðan stuðning á pöllun- um og fína frammi- stöðu þurftu gest- irnir að fara tómhentir heim því taug- ar heimamanna reyndust sterkari í lokin. Hörður Axel Vilhjálmsson og Serbinn Lazar Trifunovic fóru þar fremstir. „Við vorum okkar versti óvin- ur í kvöld,“ sagði Helgi Freyr Margeirsson, leikmaður Tinda- stóls. „Við áttum í vandræðum gegn svæðinu þeirra í lokin og svo misstum við of mörg frák- öst. Við unnum þá í frákastabar- áttunni í síðasta leik ásamt því að við tengdum saman góða vörn og góða sókn en náðum því ekki núna.“ Hitinn og pústrarnir í lokin komu Helga ekki á óvart. „Það er allt undir og auðvitað verða alltaf pústrar í svona leik. Okkur finnst stundum á okkur hallað en þetta jafnast allt út yfir allan leikinn. Þegar hormónarnir fara upp verður þetta svona,“ sagði Helgi, sem leit samt á jákvæðu hliðarn- ar enda allt annað að sjá Tinda- stólsliðið í dag en í byrjun móts. „Við vorum mánuði á eftir öðrum liðum í undirbúningi og fengum lélega sendingu af útlend- ingum. Við vorum ekki komnir með tíu manna æfingar fyrr en seint í september. Svo erum við að aðlagast nýjum mönnum og þetta tekur allt sinn tíma. Nú erum við komnir til að vera og leiðin er bara upp á við.“ elvargeir@frettabladid.is Það voru allir snarvitlausir í húsinu Keflvíkingar náðu fram hefndum gegn Tindastóli í gær er liðin mættust öðru sinni á skömmum tíma í Sláturhúsinu í Keflavík. Leikur liðanna var jafn og spennandi en heimamenn reyndust sterkari að lokum. MAGNAÐUR Hörður Axel Vil- hjálmsson átti sannkallaðan stórleik fyrir Keflavík í gær og var aðeins einu frákasti frá því að ná þrefaldri tvennu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.