Fréttablaðið - 10.12.2010, Blaðsíða 80
56 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR
Hreimur
hræðir Cole
Cheryl Cole vinnur nú að því
að verða stjarna í Bandaríkj-
unum og er á góðri leið með að
takast það. Hún verður dómari
í bandarískri útgáfu X-Factor á
næstunni, en óttast þó að breski
hreimurinn skemmi fyrir henni.
Hún vill fá þjálfun í að tala eins
og Bandaríkjamaður.
„Cheryl var mjög
ánægð með að fá
að vera dómari
í X-Factor, en
er á sama tíma
mjög hrædd,“
segir ónefndur
heimildarmað-
ur í samtali
við fjölmiðla
vestanhafs.
„Hún óttast
að ef Banda-
ríkjamenn
elski hana
ekki verði
úti um
feril henn-
ar. Þess
vegna
ætlar hún
að tala
eins og
innfædd.“
SLÆMUR HREIMUR?
Cheryl heldur að
Bandaríkjamenn vilji að
hún tali eins og infædd.
Lífið leikur við barnabóka-
höfundinn Þorgrím Þráins-
son um þessar mundir.
Tvær bóka hans eru á lista
yfir mest seldu bækur
landsins.
„Ég þakka þetta tryggum les-
endahópi. Krakkar eru engir
asnar og þeir væru fyrir löngu
búnir að sparka mér út í hafsauga
ef þeim líkaði ekki við bækurnar
mínar,“ segir barnabókahöfund-
urinn Þorgrímur Þráinsson.
Nú þegar allt snýst um að vera
í efstu sætum vinsældalistanna
getur aðeins einn höfundur stært
sig af því að eiga tvær bækur á
topp tíu listanum sem Félag bók-
sala gefur út. Og það er Þorgrím-
ur Þráinsson. Þokan situr í átt-
unda sæti og Ertu Guð, afi? er í
tíunda sæti.
Þorgrímur er hins vegar öllu
vanur og rifjar upp hið ágæta ár
1992. „Þá átti ég bók í efsta sæti
og bók í öðru sæti,“ bendir Þor-
grímur á en það voru Lalli Ljósa-
staur og Bakvið bláu augun. „Ég
átti einu sinni söluhæstu bæk-
urnar en síðan eru liðin mörg
ár og ég hef nánast skrifað bók
á ári. Ég lít upp til rithöfundar
eins og Arnaldar [Indriðason-
ar] sem skrifar bara vinsælustu
bókina á hverju ári og lætur sig
síðan hverfa. Við smælingjarnir
þurfum alltaf að láta í okkur heyr-
ast. Arnaldur lifir þessu lífi sem
mig langar í,“ segir Þorgrímur og
hlær. Hann segist þó ekki ætla
að reyna sig við glæpa sögurnar
sem seljast eins og heitar lumm-
ur um hver jól.„Ég treysti á þær
sem hugmyndir sem ég fæ og er
trúr þeim. Ég ætla ekki að fara
að klæða mig í stuttbuxur sem ég
passa ekkert í.“
freyrgigja@frettabladid.is
ÞORGRÍMUR MEÐ TVÆR Á TOPPNUM
AFTURHVARF Þorgrímur hefur áður haft tvær bækur á topp tíu; það var árið 1992 þegar bækurnar Lalli Ljósastaur og Bakvið bláu
augun voru mest lesnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Árangur þinn er okkar takmark