Sameiningin - 01.06.1889, Blaðsíða 15
—63—
uin orSura a£ þeira Magnúsi Stepliensen og Nellemann.
það var í Apríl, aS landshöfSingi brá sér til Kaupmanna-
hafnar, og um leið’ fór til lconungs beiðni Pétrs biskups um
lausn frá embættinu. „Eg kom, eg sá og eg sigraði“ sagði
Júlíus Sesar forðura, og sama gat Magnús Stephensen sagt,
Jiegar hann kom heim til Reykjavíkr aftr, því hans kandí-
dat fyrir biskupsembættið séra Hallgrímr er útnefndr.
Kennimannalýðr Islands veit eldcert um nein biskupaskifti
fyr en þau eru komin á, og jafnvel í sjálfri Reykjavík
sýnast menn að eins óljúst hafa dreymt um það, að gamli
bislcupinn væri að fara frá og landið væri að fá annan
nýjan í lians stað, þegar landshöfðingi leggr á stað út yf-
ir pollinn með hið fyrirhugaða leyndarráð þeirrar „klikku“
í Reykjavík, er hann heyrir til, biskupsembættinu viðvíkj-
anda. Ura leið og Pétri biskupi er veitt lausn er; Hall-
grímr prestr útnefndr í oeðsta kirkjulega embætti Islands
í mesta kyrrþey þar úti í Kaupmannahöfn, að viðstödduin
Magnúsi Stephensen einum svo sem fulltrúa fyrir kristnina
í kirkju Islands, ( og svo er konungsinnsiglið, þetta sein
leiðandi menn á Islandi allt af öðru hverju er að tilbiðja,
sett undir gjörninginn. Frá 25. Maí átti embættistíð hins
nýja biskups að byrja, og 30. Maí átti vígsla hans að
fara fram í Kaupmannahöfn.
Aldrei hefir það eins lítið og nú komið til kasta
kirkjunnar á Islandi, livern hún hefði yfir sér sem bisk-
up. A hinni sauðsvörtu 17. öld má heita, að biskupar Is-
lands væri settir í embætti sín af kennilýðnum íslenzka,
og kosningar presta á biskupum þeirra aöj eins staðfestar
af konungi. þá var einveldistíð. Nú á Islandi að hafa
lleygt svo stórvægilega fram til frelsis og framfara. Og
nú, undir lok 19. aldarinnar, er það eiginlega Magnús
Stephensen, Islands Scavenius, einn, sem ræðr yíir biskups-
stólnum.
Ekki einu einasta Reykjavíkrblaðinu verðr að vegi að
að koma með neina minnstu athugasemd út af þessari bisk-
upsútnefning. Annaðhvort þora þau ekkert að segja, ell-
egar þeim iinnst biskupsembættið nú orðið vera svo ómerki-
legt og þýðingarlaust fyrir Island og kirkju þess, að alveg
standi á saina, hvernig með það stór-„brauð“ er farið.
Gamli biskupinn var á seinasta embættisári sínu búinn að
lýsa yfir því í einni eða tveim blaðagreinum, að biskups-
valdinu hefði greinilega farið aftr í seinni tíð, og það
mátti nærri því lesa það á milli línanna hjá honura, að
þetta íslenzka biskupsembætti væri ím fariö að þýða ákaf-
lega lítið fyrir kirkju og kristni Islands. Og þessu trúa