Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1889, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.07.1889, Blaðsíða 5
skal jeg geta þess, að tala skólagangandi ungmenna á sd.skóla þess safnaðar kefur jafnt og þjett verið að aukast og að lnín er nú full 200, sem er þriðjungi meira en var fyrir einu ári.—Á hinn hóginn er vert fyrir oss að halda því föstu, að öll vor sunnudagskólamál standa mjög til hóta, og áhuginn fyrir >ví máli þarf að verða miklu rneiri en enn er orðið meðal almenuings. Víðvíkjandi fermingarsið liinnar iútevsku kirkju vorrar þarf enn að gera sjer ailt far um það, að sú meðvitund komizt inn í yngri og eldri meðal vors kirkjulýðs, að fermingin á ekki að vera og má ómögulega hjá oss verða dauð seremónía, heldur það, að unglingarn- ir, sem fermdir eru, innskriflst þá með líf og sál inn í sína eigin kirkju. tít af því andlega þokumyrlcri, sem grúflr yfir kirkjunni á íslandi, er fermingin í meðvitund noargra fullorðinna Islendinga lijer augsýnilega enn, þvi miður, litið annað eða ekkert annað en dauður hókstafur. Meðan sú skoðun er ekki upprætt í söfnuðum vorum má húast við, að unglingarnir týnist út úr sinni eigin kirkju óðar en þeir hafa fermdir verið. „Sameiningin“, kristindóms-tímaritið, sem út hefur verið gefið í nafni kirkjufjelagsins, hefur haldið áfram á liðnu ári allt fram á þennan dag. Það er nú á 4. árinu síðan í marz. Um ritstjórnarútgerð þess á naumast við að jeg tali, þar sem jeg hingað til hef haft ritstjórn þess á hendi. Jeg vona, að það hafi verið liinu sameiginlega kristin- dómsmáli voru til eigi all-lítils stuðnings. Jeg hef látið það flytja löndum mínum það, sem jeg eptir minni heztu sannfæring hef álit- ið að helzt þyrfti að hrýna fyrir íslenzkum kirkjulýð eins og nú stendur á fyrir þjóð vorri. Og margir ágætustu menn þjóðar vorrar heima á íslandi hafa horið þessu kirkjuriti voru ágætfm vitnisburð. Sumir meðal fólks vors hjer vilja auðvitað, að það væri allt öðruvísi en það er, en jeg held, að þeir hiuir söniu menn viti alveg ekki, iivað þeir vilja, nema það, að ekki sje neitt hreyft við þjóðlífsmeinum íslendinga lijer og heiina. Þvi það er nú eitt af vorum þjóðlífsméin- um að þola enga kritík.—Fjehirðir „Sam.“ situr hjer á þingi, og liann mun á sínurn tíma gera þinginu grein fyrir fjárliag hlaðsins.— Útbreiðsla hlaðsins er lílc og í fyrra. En mjög margir áskrifendur standa illa í slcilum með andvirði fyrir hlaðið. Yæri vel lifandi á- liugi lijá öllum þeim, sem á kirkjuþingi sitja, fyrir þessu ómissanda fyrirtæki kirkjufjelags vors, þá ætti hlaðið á stuttum tíma að geta fengið miklu fleiri kaupendur og lesendur en hingað til hefur verið. Jeg lief þegar ofur-lítið komið við tníarboðsárás þá, sem hin ís- lenzka kirkja vor hjer hefur legið undir síðan í fyrra. Byrjun þeirrar árásar var gerð á undan síðasta kirkjuþingi. Kennari einn á hinu preshyteríanska Manitoba Gollege í Winnipeg, dr. George Bryce, fjekk íslending nokkurn að nafni Jónas Jóhaunsson, aigerlega mennt- unarlausan mann, er koin til Manitoha í hitt ið fyrra austan frá New York með þeirri grillu i höfðinu, að hann liefði guðlega köllun til að snúa íslenzka þjóðfiokknum til sáluhjálparinnar, fyrir agent sinn til þess að veiða íslendinga í Winnipeg út úr lútersku kirkjunni.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.