Sameiningin - 01.07.1889, Page 22
—86—
2. Til þess að vera í útvegum me5 aS fá ]>essa presta,
þurfa söfnuöirnir og prestar kirkjufielagsins að leggjast á
eitt. ])aö er skylda prestanna, einkum forseta kirkjufjelags-
ins, að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, tii að fá hæfa
og duglega menn til hinna prestlausu safnaða vorra. Og
það er skylda safnaðanna, að snúa sjer til þeirra, og láta
])á vera í ráði með sjer, þegar þeir einsetja sjer að kalla
prest, þar sem söfnuðirnir á þann hútt hafa miklu meiri
trygging fyrir að fá einungis hæfa menn.
3. Reynsla vor hingað til svnist henda í þá átt, að eitt-
hvað sjerstakt þurti að gera til að fá presta eður guðfræð-
ingtt af Islandi til að gerast prestar meðal vor. Bezti veg-
urinn til þess væri eflaust sá, að senda kunnugan og góð-
an mann heim til Islands til að semja við presta eða
prestaefni um að koma hingað. Til þess mundi forseti
kirkjufjelags vors vera lang-hæfasti maðurinn. Svo framar-
lega aðrar tilraunir ekki dugi, virðist nefndinni það sjálf-
sögð skylda kirkjufjelagsins að gera þetta hið fyrsta að
mögulegt er. Annars eru margir af söfnuðum vorum í veði,
4. Nefndin er viss um, að fólk safnaða vorra muni fús-
lega viðúrkenna hina hrýnu nauðsyn til, að kirkjufjelagið
ráðist í þetta og með frjálsum samskotum safni þeirri upp-
hæð, er til ferðarinnar útheimtist.
5. Nefndin ræður kirkjuþinginu til að fela emhættis- og
varaemhættismönnum kirkjufjelagsins inál þetta a hendur
til þess að ráða fram úr því, sem bezt og bráðast að unnt
er, svo framarlega þeir hati fengið vissu fyrir því, að í
það minnsta 3 prestar nýir gætu fengið nægilega mikið að
starfa í kirkjufjelagi voru.
6. Kirkjuþingið ætti að leggja prestunum og öðrum leið-
andi mönnum þá skyldu sjerstaklega á hjarta, að stuðia
til þess að ungir menn af þjóð vorri með giiðum hætileg-
leikum fari að stunda nám ú góðum skólum í landi þessu
með þeim ásetningi að ganga í þjónustu kirkju vorrar“.
II.
„í tilefni af spurningunni frá söfnuðinum í Victoria
B. C. um, „hvað þeir eiga að gera, sem ekki geta aðhyllzt
starfsemi leikmanna“, sem lögð hefur verið fyrir kirkju-