Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.07.1889, Side 28

Sameiningin - 01.07.1889, Side 28
—92— sónu fram á hverju kirkjuþingi með ávöxtinn af sínum beztu kirkjulegu hugsunum og meS löngun til aS veita sjálfur viStöku beztu kirkiulegu hugsunum annara kirkju- þingsmanna. Láti söfnuSir vera aS senda erindsrekn á kirkju- þing, án þess fjarlægS eSa fátækt banni, og láti prestar vera aS sækja sitt eigiS kirkjuþing án gildra ástæðna, þá ber hvorttveggja vott um skaSlegan skort á áhuga fyrir málefni kirkju vorar. Og slíkt má ekki láta alveg óátaliS. Kirkjuþingið finnur því fremur ástæðu til aS kvarta yfir þeim skorti á áhuga fyrir voru mesta velferSamáli, er virzt hefur koma fram í þessu, þar sem svo sterkar raddir hafa einmitt komið fram á þessu þingi, um svefninn og dauðann í kirkjunni heima á islandi. Slíkar raddir, sem allra hjörtu hjer á kirkjuþinginu inunu hafa bergmálað, yrðu aS hneyksli og oss til háðungar, svo framarlega sem vjer gengjum þegjandi fram hjá því, sem að er í kirkju- lífi voru hjer í landi. — Vjer lýsum því hjer með sterkri óá- nægju vorri meS þaS, aS ýmsir söfnuSir hafa, án þess að reyna til aS afsaka sig, engan mann sent til þessa kirkju- þings, og eins meS þaS, að einn af prestum kirkjufjelags vors hefur ekki koinið á þetta þing, nje fært gildar ástæS- ur fyrir fjarveru sinni. KirkjujnngiS gerir þessar bending- ar af bróSurlegum huga og með þeirri von, að þær færi tilætlaðan ávöxt, svo að slíkt áhugaleysi eigi sjer ekki stað framvegis." Nefndin í skólamálinu lagði fram svo hljóSandi álit sitt, sem var samþykkt: „Nefndin álítur lífsspursmál aS kirkjufjelag vort eign- ist lærSan skóla sem allra bráSast, svo fjelag vort standi jafnfætis hinuin öSrum kirlcjudeildum þessa lands, sem fiest- ar eSa allar hafa slíka skóla. Reynslan er búin aS sýna, aS aSrar kirkjudeildir reyna að draga fólk vort inn í sínar kirkjur, og er hætt við aS kirkja vor verSi undir í baráttunni þegar til lengda leikur, nema vjer getum veitt þeim ungmennutn vorum, sein æðri menntun vilja ná, eins góða menntun á vorum eigin skólum og þau eiga kost á aS fá á lærSum sloilum annara kirkjudeilda. — Nefndin ræður þinginu þvf til að leggja skólanefnd kirkjufjel. á hjarta,

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.