Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.07.1889, Qupperneq 32

Sameiningin - 01.07.1889, Qupperneq 32
—D6— Jiess að ákveða, hvar skólann skyldi byggja. Sýnódan hefur skuldbundið sig til að reisa skólabygging J>ar, sem kosti 100,000 dollara; af J>eirri upphæö fær hún þannig $ 25,000 í peningum að gjöf, en $ 75,000 J>arf hún sjálf að safna til fyrirtækisins. Engum, sem þekkir dugnað þess kiikjufjelags, þykir efasamt, að það gangi greiðlega. Iíið merkilegasta er, að sama fjelagið er að koma upp mjög vandaðri bygging fyrir prestaskóla sinn í Minneapolis, og annari i Sioux l'alls, Dak.; fyrir skóla handa lúterskurn alþýðukennurum. Laugardaginn 27. þ. m. lagði sjera Jón Bjarnason af stað tíl íslands rneð konu sinni. J>au komu til Montreal þann 29. um morguninn og fóru um borð í skip Allanlínunnar, Caspian, um kveklið. Frá Montreal gekk skipið til Quebec; þaöan skrifuðu þau síðast. Hinir mörgu vinir þeirra og yflr höfuð allir, sem hafa málefni kirkju vorrar kært, munu fylgja þeim á þessari ferð þeirra með bænum sínum og blessunaróskum. F.ins og til stóð (sbr. síðasta nr. „Sam.“ bls. 63) var sjera Hallgrfm- ur Sveinsson vfgður til biskups yfir Islandi á uppstigningardaginn 30. maf. Vigslan fór fram með mikilli viðhöfn f Frúarkirkju í Kaupmannahöfn. Dr. Fog, Sjálandsbiskup, vfgði; danskur prestur, Harald Stein, var vígður um leið til biskups yfir Fjóni. Sjera Árni Böðvarsson, uppgjafaprestur á Isafiröi, dó 25. apríl. Sjera Magnús Jónsson, uppgjafaprestur, er sfðast þjónaöi Grenjaöarstað, andaðist 18. júní síðastliöinn. Til að bæta ttpp þetta nr. af „Sam., Sem hefur gerðabók kirkjuþingsins inni að halda, verður gefið út eitt aukanr. af „Sam.“, samkvæmt ráðstöfun kirkjuþingsins, sem kaupendur fá umfram hið vanalega. Í3F Hr. Sigurbjörn Sigurjónsson 12 Kate Str. hefur tekið að sjer útsending „Sam.“. Menn geri þess vegna svo vel að snúa sjer til hans f öllu þvi, er við kemur útsending blaðsins. Lexfur fyrir sunnudagsskólann; þriðji ársfjórðungr 1889. 5. lexía, sd. 4. Ág. : Sál kjörinn af drottni (1. Sam. 9, 15—27). 6. lexfa, sd. 11. Ág. : Kveðju-ræSa Samúels (1. Sam. 12, 1—15). 7. lexia, sd. 18. Ág. : Sál hafnað af drottni (1. Sam. 15, 10—23). 8. lexía, sd. 25. Ág. : Davíð smuröur til konungs (1. Sam. 16, 1—13). B3T Um leið og einhver kaupandi blaðs þessa skiftir um bústað, þá gjöri hann svo vel, að senda útgáfunefndinni línu um hina breyttu utanáskrift til hans, svo blað hans verði sent þangaö sem það á að fara. ,,SAMEININGIN“ kemr út mánaöarlega, 12 nr. á ári. Verð f Vestrheimi $1.00 árg.; greiðist fyrirfram.—Skrifstofa blaðsins: 14 Kate Str., Winnipeg, Manitoba, Canada.—Utgáfunefnd: Jón Bjarnason (ritstj.), Páll S. Bardal (féhiröir), Magnús Pálsson, Friðrik J. Bergmann, Sigurðr J. Jóhannesson. l’KENTSMIDJA LÖGBERGS — WINNII'EG.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.