Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1891, Síða 15

Sameiningin - 01.03.1891, Síða 15
—11— vil gjöra mitt til, aS aliir þeir, sem velferS mannkynsins ’oera fyrir brjósti, moeti þessari stefnu í hinu andlega lífi með þeim viðbjóð, sem hún verðskuldar. Ekki skulum vér vera hræddir við að veita viðrkenn- ing neinu því mannlegu ágæti, sem guðsafneitandinn kann að hafa til að bera. En um leið og vér gjörum það, þá dugir oss sannarlega ekki að vera hræddir við að nefna trúarstefnu guðleysingjans með réttu nafni. Eg veit, að það getr kostað oss meira en lítið, komið hjarta voru til að blœða, að þurfa að koma svona fram. En hér er nokkuð meira um að hugsa en persónulegar til- finningar sjálfra vor eða annarra manna. það er œðsta lífsspursmál gjörvalls mannkynsins, sem hér er í húfi. Og þess vegna, þó að slíkr maðr væri hinn kærasti vinr vor, þótt hann að öðru leyti hefði stutt framfarir þjóðar sinnar til stórra rnuna og ætti fyrir það þakkir skilið, og þótt hann í persónulegri umgengni hefði hið Ijúfmannlegasta viðmót, — að því leyti sem hann er guðs- afneitari, heyrir liann næst á eftir hrœsnaranum til hinna skaðlegustu skepna á jörðinni. Yér höfum á sínum tíma hreift því í „Sam.“, hvílík ógæfa það er fyrir Island í andlegu tilliti, að úrvalið af þeim ungu námsmönnum, er ganga gegn um latínuskólann í Reykjavík, er sent til háskólans í Kaupmannahöfn til þess að menntast, með því að reynslan hafi sýnt, að þaðan komi þeir vanalega aftr inn í jrjóðlífið íslenzka með öfuga og alveg ókristilega lífsskoðan. þessa athugasemd vora sýuast ýmsir heima á Islandi vera farnir að taka ofr-lítið til greina og vera að kornast á þá trú, að hlunnindi þau, sem íslenzkir stúdentar njóta við þann háskóla, hafi fyrir íslenzkt þjóðlíf meira iilt en gott í för með sér. það brot, sem hér fer á eftir af bréíi til ritstjóra „Sam.“ frá menntamanni einum í Reykjavík, sýnir, hvernig sá maðr 1 ítr á það mál. Hér hafi, segir hann, drottnað og drottna enn lögfrœð- ingarnir. þeir hafa gegn um þing og stjórn ráðið lögum og lofum meðal þjóðarinnar, þeir hafa til skanuns tíma

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.