Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1891, Page 8

Sameiningin - 01.09.1891, Page 8
—104— vestr-íslenzku prestanna“ um íslenzku kirkjuna. OrS séra Hjörleifs um hinar kirkjulegu meinsemdir á íslandi eru eins sterk og hin sterkustu orð á liðinni tíö' um það efni frá oss og jafnvel enn sterkari. Og út af sannfœringunni, sem liggr á balc við þau orð, fær hann hina kirkjulegu samverkamenn sína þar í prófastsdœminu til að gjöra hér- aðsfundinn þeirra að reglulegu kirkjuþingi. ])egar maðr hefir þessi skjöl fiá prófasti Húnvetninga fyrir sér, þá fer það að líta nokkuð skrítilega út, ágripið af hinu kirkju- lega fundarhaldi þar í Húnavatnssýs u frá í fyrra, sem prestrinn einn setti í „Isaföld“, og sem segir frá því, að fundarmenn hafi lýst því yfir, að dómarnir frá prestunum héðan að vestan um íslenzku kirkjuna „næði engri átt“ og að „slíkar ákærur væri eins og önnur íjarstœða, sem ekki sé gegnandi“. — Fyrirlestrarnir, sem haldnir voru á kirkju- þingi- voru sumarið 1889 og sem síðan voru hér gefnir út á prent í sérstökum bœklingi, höfðu meðferðis þá sterk- ustu kritík á íslenzku kirkjunni, sem nokkurn tíma hefir frá oss komið. Sama árið nokkrum mánuðum áðr en þeir fyrirlestrar ,voru fluttir, og eins nokkrum mánuðum áðr en biskupaskiftin urðu á Islandi, hefir séra Hjörleifr lagt sína kritík, alveg af sama tagi og vora, fram fyrir presta síns prófastsdœmis í hinu fyrra bréfinu, sem hér ergefið brotið af. En hið síðara hefir hann sent út skömmu eftir að fyrirlestrar vorir voru lcomnir heim til Islands. Og fylli- legar en hann hefir gjört var eigi unnt að taka þá til greina bæði í orði og verki. Að séra Hjörleifr og þeir, sem honum hafa fylgt og fylgja í tilraunum hans til umbóta hins kirkjulega ástands á Islandi, eigi þakkir og viðrkenning skilið fyrir framkomu sína og það, hvernig þeir með henni hafa tekið kritíkina héðan að vestan til greina, það hefir biskup landsins, hr. Hallgrímr Sveinsson, fundið, og þess vegna nú í ár scnt honum og þeim hinum Húnvetningunum uppörfanda þakk- arávarp inn á héraðsfundinn þeirra þennan síðasta. Séra Hjörleifr prófastr Einarsson til prestanna í Hiínavatnssýslu. 15. Jan. 1889. Eg verð að ganga út frá því sem vísu, að allir

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.