Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1894, Page 9

Sameiningin - 01.03.1894, Page 9
—5— unnar. Menn leiti meðal allra virkilega góSra manna, sem þeir hafa lært aS þekkja á æfi sinni. Menn leiti meSal allra þeirra mannssálna, er skína á söguhimni nútítarinnar eSa liðinna alda eins og bjartar og blikandi stjörnur. Og niðrstaSan mun verða, að allar þessar sálir hafa átt sína undangangandi þrengingar- sögu, til þess ekki að segja reglulega pislarsögu. Ekki allir menn hafa batnað, vaxið og styrkzt andlega á mótlætistímabilum æfi sinnar. það er satt, og því er nú miðr. það hafa sumir legið undir í því stríði, látið straum mótlæting- anna gjöra úr sér ómenni, eyðileggja sig andlega. En hvaðsem því líðr, þá er hitt eins satt fýrir því, að ailir miklu manns-kar- akterarnir, sem til hafa verið og til eru, hafa myndazt í Jórdan. Eitthvað það, er samlíkzt getr píslarsögu frelsarans, hefir verið brennipunktrinn í lífi allra verulega góðra og mikilla manna. „Ef þessir þegðu, myndi steinarnir tala“, sagöi Jesús. þó aS allir aSrir þegði um ágæti kristinnar trúar og hætti að hylla hinn krossfesta sorgamann eins og konung himins og jarðar, þá myndi steinarnir tala, allir þeir kristnu karaktérar, sem fyrir það að vera staddir í Jórdan hafa náS að verða hluttakandi í píslum frelsarans. þó að allir aðrir félli frá kristinni kirkju — fyrir þaS aS vantrú aldarfarsins hefði hrifið þá meS sér —, þá myndi kristin kirkja samt engan veginn falla, því að steinarnir frá Jórdan, karakterarnir kristnu, sem myndazt hafa í þrengingum lífs og dauða, myndi halda málefni hennar uppi, standa með það eins og jarðföst björg og bera það á fram. Svo kristninni er óhætt svo lengi sem nokkrir slíkir steinar eru til. Yér Islendingar þurfum nú sannarlega á slíkum steinum að halda fyrir öll vor velferðarrnál, og fremr öllu öðru þá fyrir málefni kristindómsins hjá oss, — lifandi steinum fyrir kirkju vora, steinum, sem standa stöðugir, hvernig som storroarnir blása, steinum, sem halda saman hinni kirkjulegu bygging vorri, stein- um, sem á má byggja, að ekki verði allir burt úr byggingunni áðr en nokkurn varir, steinum, sem ekki koma ofan ytir mann og kristindómsmálefnið sjálft, hrynjandi og hrapandi, steinum, sem tala um blessunina, er stafar af Jesú Kristi hinum krossfesta, þótt allr þorri kirkjulimanna þagni, steinum, sem málefni hins

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.