Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1894, Síða 13

Sameiningin - 01.03.1894, Síða 13
—9— sögum GycSinga, né guöspjöllum nýja testamentisins, sem }?ó svo vel halda heiðri hans á lofti; um hann er einmitt sagt, að hann hafi ekkert jarteikn gjört (Jóh. 10,41). þessi merkilegi munr á frauikomu hans og Jesú liefði aldrei verið sýndr af guðspjalla- mönnunum, ef hann hefði ekki verið sögulegr virkilegleikr. A.uk guðspjallanna getum vér nú líka bent á vitnisburð eins manns, sem sjálfr persónulega hafði fengið reynslu fyrir hinum yfirnáttúrlega mætti frelsarans eftir að hann var inn- genginn í sína dýrð. Páll spyr í Galatabréfinu (3,5), hvort sá, sem veiti andann og framkvæmi kraftaverk, gjöri það með lög- málsverkum eða fyrir boðan trúarinnar. Hann slcírskotar hik- laust til þess, sem Korinþumenn hafi séð og heyrt, þar sem hann segir: „Postulateikn eru gjörð meðal yðar í allri þolinmœði með táknum og stórmerkjum og kraftaverkum (2 Kor. 12,12). Og til Rómverja ritar bann í saina anda: „Ekki myndi egdirfastað tala nokkuð það, er Kristr hefir ekki framkvæmt fyrir mig, að koma heiðingjum til hlýðni með orði og verki, með kraftitákna og stórmerkja, með krafti heilags anda“ (Róm. 15, 18—19.). þar sem á þennan hátt er skírskotað til votta, þar getr eigi ver- ið að roeða um svilc eða óáreiðanlega sögusögn. Ogjafn-frá- leitt er að tala um sjálfsblekking hjá manni með eins mikilli greind og áreiðanlegri þekking á sjálfum sér eins og Páll. Annars er undrunum engan veginn af handahófi dreift vít um hina helgu sögu, eins og almennt er álitið. Og sérstaklega er það hin mesta fjarstœða, þegar staðhœft er, að undr komi lang-helzt fyrir í sögu þess tímabils af fornöldinni, sem lengst er í burtu og þar af leiðandi var minnst kunnugt, en að svo verði þau óðum færri eða komi sjalduar fyrir eftir því sem tíminn leið og þekking manna fór fram, Allt fram á daga Mósesar, eða fyrstu þúsund árin af æfi mannkynsins, kemr ekki fyrir í hinni helgu sögu eitt einasta undr, er menn hafi látið framkoma í ríki náttúrunnar. það koma fyrir engla-opinberanir og fleiri yfir- náttúrlegir atburðir í æfisögu þeirra Abrahams, Isaks, Jakobs og Jósefs, forfeðra ísraelslýðs; en sjálfir gjöra þeir ekkert kraftaverk. Undr í eiginlegum skilningi byrja elcki fyr en með Móses, sem guð beitti eins og verkfœri sínu til þess að op- inbera sjálfan sig sem hinn eina sanna og heilaga guð þvert á móti trú heiðindómsins á hina mörgu hjáguði. Kraftaverk þessi

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.