Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1894, Síða 19

Sameiningin - 01.03.1894, Síða 19
15— TJm leið og Kirkjublaðið (í Rvik) í hausfc sagSi frá því, aS hókasafn séra Eggerfcs heitins Briem væri komifi hingað vestr sem vænfcanleg undirstaða fcil bókasafns hinnar fyrirhuguðu skólasfcofnunar kirkjufélags vors, skoraði það á alla útgefendr bóka og blaða á íslandi, að gefa framvegis eitt eða tvö eintök af ritum þeim, er þeir gæíi út, til þessa safns. Tók blaðið fram þessari sinni áskoran til stuðnings, að öllum þar heima ætti að vera annt um, að íslenzkt þjóðerni og menntalíf gæti varðveitzt hjá brœðrum þeirra hér vestra, en til þess væri íslenzkt bóka- safn ómissandi. En jafnframt treystir blaðið því, að þettasafn, scm kii’kjufélagið er að koma upp, verði frjálst til afnota fyrir alla íslendinga, sem þess geta notið fyrir fjarlægðar sakir. Yér crum Kirkjublaðinu náttúrlega mjög þakklátir fyrir þessa áskoran, þótt vér höfum dregið að minnast liennar þangað til nú. Vér höfurn verið að bíða eftir því, að fé það, sem kirkju- þingsmenn lofuðu að gefa til bókasafnskaupanna, kœmi allfc inn, því svo lengi sem svo eða svo mikið af þeirri uppliæð var úti- standandi, var næsta lítil trygging fengin fyrir því, að safnið yrði eign kirkjufélagsins, enda þótt það væri til vor komið. Fyr fannst oss ekkert þýða í nafni kirkjufélagsins að hreifa því máli, sem áskoran Kirkjublaðsins fer fram á. þessi trygging er nú reyndar ekki algjörlega fengin enn. Bókasafn það, sem um er að rœða, er ekki fullborgað enn. það vantar enn nokkra tugi dollara. En héðan af sleppir kirkju- félagið safninu naumast úr höndum sér. Á kirkjuþinginu í sumar komanda hljóta bókasafnskaup þessi að verða fullgjörð. Og að sjálfsögðu gjöra kirkjuþings- menn þá ráðstöfun fyrir geymslu og meðferð safnsins í næstu framtíð. Náfctúrlega tekr kirkjufélagið því með hjartanlegum þökk- um, ef útgefendr bóka og blaða á íslandi sinna áskoran Kirkju- blaðsins og senda bókasafninu gefins það, sem þeir framvegis gefa út. Og að fullnœgja skilyrði því, sem setfc er, nefnilega að safninu sé haldið opnu til frjálsraafnota fyrir íslenzkan almenn- ing hér, teljum vér alveg sjálfsagt. Að eins viljum vér taka fram, að þetta getr ekki orðið fyr en bókasafnið er algjörlega sett á fófc og fastar reglur eru settar fyrir meðferð þess; en þetta ætti einmitt að vorða gjört á kirkjuþinginu í sumar.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.