Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1898, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.05.1898, Blaðsíða 5
fylgir syri(í£öllntim mannssálum allan náSartímann á cnda, og hve fjarri því fer, að hann hrindi nokkurn tíma nokkrum stór- syndara burtu frá kvöldmáltíðarborSinu. En hins vegar er það auðsætt, hvílíkr sársauki það hlýtr að hafa verið fyrir fre'sarann að hafa Júdas, l'astákveðinn í því að svíkja hann, í návist sinni, í hópi sinna útvöldu, ástfólgnu vina, þetta kvöld, eins og það lfka kemr skýrt út í sögunni hjá öllunr guðspjallanrönnunum fjórum, hvílíkum s<>rgarskugga það varpaði yfir sálir lærisveinanna allra hinna, er þeinr fyrir bendingar þær, sem þeir fengu frá meistaranum svo að segja undir eins eftir að samsæti þetta var byrjað, varð kunnugt uin svikræði það hið hróplega, er honum var búið úr þessari sérstöku átt. Og að því, er Jesúm sjálfan snertir, var það eins og steini, þungu dauðans bjargi, væri létt af brjósti hans, þegar Júdas loksins, að því, er virðist, mjög skömmu á eftir innsetn- ing kvöldmáltíðarsakramentisins, yfirgaf samsætið og skundaði fyrir fullt og allt út úr borðsalnum á fund satnsœrismannanna, sem með hjálp hans stóðu til þess búnir að framkvæma hið mikla ódáðaverk. þegar Júdas er út farinn, þá segir frelsarinn í lof- syngjanda, sigrihrósanda fögnuði: „Nú er mannsins sonr dýrð- legr orðinn, og guð er í honum dyrðlegr orðinn.“ Og nteð þeirn orðum byrjar hann hið mikla skilnaðarávarp sitt til lærisvein- anna, sem er svo hjartnæmt, huggunarríkt og angrblítt, að ekkert er annað til þvílíkt. það nær yfir meira en þrjá heila kapítula í Jóhannesar guðspjalli og birtist eins og sérstakt guðspjall, enn þá hærra en allt hitt;—guðspjallinu þar eins og lyft upp í þess hæsta veldi. þegar frelsarinn þar er búinn að tala um hríð, þá býr hann sig til burtfarar úr borðsalnum og skor- ar á lærisveinana að standa upp. En það er eins og liann í þetta skifti eigi nærri þvf ómögulegt með að slíta rœðu sinni. Hann talar enn lengi, talar meðal annars um sjálfan sig sem vínvið- inn, hinn sanna vínvið, og lærisveinana sem greinarnar á þeim vínviði, og bendir þar augsýnilega til sömu trúarlexíunnar, sem hann rétt áðr hafði verið að kenna þeim með innsetning kvöld- máltíðarsakramentisins, útskýrir þá lexíu, sýnir með þessari líking, þótt að eins sé óbeinlínis, aðalþýðing sakramentis þessa fyrir hina þáverandi lærisveina lians og íyrir hina óteljandi lærisveina hans á öllnm ókomnum öldum. Hann bendir til

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.