Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1898, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.05.1898, Blaðsíða 8
—40— Jmr skiliö ineð skynseminni, en því skiljanlegra þar á móti allt fyrir hjartaS, hjarta, sem að einu leyti sýndaástandsins vegna þráir guðlega fyrirgefning og frelsan, hungrar og þyrstir eftir náð guðs, og í annan stað veit, hvað það er af eigin persónu- legri reynslu, að elska eitthvert annarlegt mannslíf óeigin- gjarnri elsku, elsku sjálfsaf'neitunarinnar. þegar um kvöldmáltíðarsakramentið er að rreða, þar sem á leyndardómsfullan hátt er af drottni sjálfum borinn fram allr kærleikr guðs í Jesú Kristi, gjörvallr kærleikr friðþægingar- innar, guðs sonr að því leyti, sem hann fórnar sjálfum sér með píslanlauða sfnum fyrir syndugt mannkyn, þá iiggr því í hlut- arins eðli, að sú sakramentisgjöf verðr að eins skilin og rétt metin af hjartanu, en alls ekki af skynseminni. Hjartalaus skynsemin steytir sig æfinlega á þessu dýrmæta náðarmeðali, kvöldmáltíðarsakramentinu. En það er að eins fyrir þá sök, að hún steytir sig—hvort sem hún kannast við það eða ekki— jafn mikið á leyndardómi friðþægingarinnar eða endrlausnar- innar í Jesú Kristi,—og á ieyndardómi hinnar óeigingjörnu elsku, kærleikans, yfir höfuð. Sá, sem hafnar kvöldm&ltíðar- sakramentinu fyrir þá sök, að þar er leyndardómr fyrir mann- legt hjiggjuvit, skynsemina, hann verðr, ef hann vill fylgja þeirri röksemdafœrslu út í æsar, af sömu orsök neyddr til að kasta frá sér kristindóminum í heild sinni, því vitanlega er hann í sínu innsta og dýpsta eðli fullkominn leyndardómr. En til þess að vera sjálfum sér samkvæmr þyrfti sá maðr að gjöra enn þá rneira. Hann þyrfti að kasta frá sér trú á allan sannan, óeigingjarnan, sjálfsafneitanda kærleik rnanna á meðal hér á jörðinni. því að allr slíkr kærleikr er iíka 1 sínu innsta og dýpsta eðli fullkominn levndardómr. Myndi þá elcki Uka ]>að, hve ófús aimenningr safnaða vorra í nútíðinni er til þess að ganga til altaris, að einhverju leyti standa í sambandi við skort á kærleik hjá því sama fólki, skort á kærleik ekki að eins til guðs, sem enginn fær séð nema með augum trúarinnar, iældr líka skort á kærleik til inanna, og það jaf'nvel mannanna, sem hverjum fyrir sig eru allra nákomnastir ? Alveg vafalaust. Flestir myndi líklega heldr vilja segja, að altarisgöngufæðin hjá oss standi í sambandi við trúarveikleik eða trúarskort manna. En frá kristilegu sjónar-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.