Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1898, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.05.1898, Blaðsíða 6
—3S - þess, aS hann láti sitt líf, líf hins fullkomna guSlega kærleika, streyma inn í þeirra líf. Lærisveinslífið fær allan sinn kraft, allan sinn kærleik, frá honutn — frelsaranum. Hann er líf- gjafiun þeirra allra. Og á sama tfma, sem hann er að kveSja hinn litla ástvinahiíp, lærisveinana, sem skyldi vera undirstöðu- steinar í kristinni kirkju, til þess búinn að ganga út í píslardauða friðþægingarinnar, afhendir hann þessum mönnum í kvöldmáltíöarsakramentinu hina miklu gjof, sig sjálfan sem lífgjafann, sig sjálfan sem hið eilífa líf, sig sjálfan sem fyrirgefning syndanna, sig sjálfan sem hið fullkomna réttlæti, sig sjálfan sem upprisuna frá dauðum, sig sjálfan sem pant þess, að þeim öllum, sem honum eru andlega samvaxnir, sé óhætt að hrósa eilífum sigri and- spænis syndinni, mótlætinu, dauðanum og djöflinum. í kvöld- máltíðarsakramentinu og rœðum þeitn hinum dýrðlegu, sem standa í sambandi við innsetning þess á skírdagskvöldið forðum, streymir kærleikr guðmannsins Jesú áminnandi, aðvarandi, fyrirgefandi, huggandi, friðandi, gleðjandi til hins litla útvalda ástvinaskara, postulanna, og gegnum þá til hinna óteljandi syndugu mannssálna, sem síðar meir um allar komandi aldir myndi eiga andlegt heimili í kristinni kirkju. Til þess að fá fullkominn skilning á helgidómi kvöld- máltíðarinnar, læra að meta verðmæti liinnar miklu gjafar syndugum mönnutn til handa, sem í þessu sakramenti liggr, er nauðsynlegt að setja sig sem bezt inn í söguna alla, er gjörðist forðum á skírdagskvöldið, á þeirri nótt, er frelsarinn var svikinn. En þegar um það er að rœða, að fá skilning á þessu, sem dýpst og háleitast er af öllu í opinberan kristindómsins, friðþægingunni, sem liggr í dauða Jesú, og ávexti hennar, eins og liann af frelsaranum sjálfum í hans inestu fylling er afhentr kristinni kirkju í þessu sérstaka náðarmeðali, kvöldmáltíðar- sakramentinu, og af kirkjunni í hans nafni borinn á borð fyrir gjörvallan hóp safnaðarlimanna,þá er þó auðvitað ávallt að hafa það hugfast, að þetta verðr aldrei skilið til fulls nema með hjartanu. Skynsemi mannsins ein út af fyrir sig getr aldrei gjört sér grein fyrir því, sem er dýpst, eða háleitast, eða helgast í lífinu eða tilverunni. það eru fastákveðin takmörk, sem hún fær aldrei út yfir komizt, hversu mikilli orku sem hún

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.