Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1898, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.05.1898, Blaðsíða 12
—M— eiginlegan þátt í og lögðu eftir föngum sinn skerf til. Og þá gat það skiljanlega komið fyrir, að brotið væri í ýmsu á móti góðri reglu, að raskað væri hinni heilögu alvöru trúarinnar, ekki gætt hófs o. s. frv. við þessi kirkjulegu borðhöld. Og það er nú einmitt þetta, sem postulinn í hinum áminnzta bréfkafla sýnir að kom fyrir í söfnuði Koi-inþumanna, vítir svo harðlega fyrir og varar svo sterldega við. „])egar þér komið saman“, segir postulinn þar meðal annars, „þá er það ekki til að halda drottins kvöldmáltíð (sem þó auðvitað var tilætlanin), því hver tekr sína fœðu fyrirfram fyrir sig, þegar til borðhaldsins kemr, svo að einn er svangr, en annar neytir f óhófi.“ Svona var óreglan, hið syndsamlega alvöruleysi, sem hann er að víta fyrir. Og þegar í þessum orðum postulans það er nefnt—sam- kvæmt íslenzku biblíunni—„að neyta í óhófi“, þá liggr í því enn þá meira en orðalagið á vorri tungu bendir beint til. Sam- lcvæmt frumtextanum griska var þetta óhóf í því fólgið, að sumir höfðu beinlínis drulckið sig drukkua við máltíðir þessar, voru í ölvuðu ástandi til altaris. þetta er þá líka ein af hinum skýlausu sönnunum fyrir þvf, að það hafi verið áfengt vín, sem í fyrstu kristni var haft við kvöldmáltfðina, en ekki óáfengr vínberjalögr eins og sumir nútíðarinnar bindindisformælendr í sinni vandlætandi fávizku eru að telja fólki trú um. En eg sleppi því atriði í þetta sinn. því aðalatriðið fyrir oss nú er það, að óverðugleikinn, sem postulinn í texta vorum er um að tala og segir um að gjöri ínenn seka við drottins likama og blóð, eða komi því til leiðar, að menn eti og drekki sér til dómsáfellis, var einmitt fólginn í þessu hraparlega athœfi, að drekka sig drukkna í sambandi við sakrament kvöldmáltfðar- innar. Af þessu leiðir auðvitað ekki, að ekkert annaö en þessi sérstaka ofnautnarsvnd gjöri menn óverðuga fyrir sakramentið. En hitt er auðsætt, að þessi varnaðarorð eiga engan veginn að skiljast eins og þau svo oft eru skilin, þannig, að menn þurfi að vera í svo sérstaklega fullkomnu trúarústandi til þess að ósekju að mega vera til altaris. Sannleikrinn er, að það er hvoiki meira né minna heimtað af mönnum í sambandi við kvöldmáltíðina heldr en í satnbandi við hin önnur náðarmeðul, sem frelsarinn heiir afhent kristinni kirkju, guðs orð og skírnarsakramentið. Og það af þeirri ein-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.