Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1898, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.05.1898, Blaðsíða 14
-46— lingsins t'estu,—stöðugra viðnám á grundvelli guðs orðs, ljösara skilning á sannindum þess, rneiri andlega varfœrni og andlegan þroska. Auðveldlega getr andlegt líf einstaklingsins fengið á sig blæ stefnuleysisins og hviklyndisins, orðið eins og reyr af vindi skekinn. Til er gamall málsháttr, sem segir: „Hér er margra veðra von.“ þannig er það líka í andans heimi. Einn- ig þar er von á ýmiskonar veðrlagi og vindastefnum. Jafnvel í þeim hlutum, sem heyra guðs ríki til og ætla mætti að hefði meiri festu og stöðugleik, breytast meiningar manna, skiln- ingr og skoðanir, ekki einungis um hið lítilfjörlega, heldr jafnvel oft um það, sem mestu varðar. Stundum er hin and- lega veðrstaða úr þessari átt, stundum úr annarri. Stundum stendr súgr inn til vor úr átt vantrúarinnar. Stundum sendir drottinn heilnæman vindblæ úr átthögum trúarinnar. Ný félög myndast líka með sérstakan boðskap. Ef vér stöndum nú öldungis einmana gagnvart öllu þessu, gæti það auðveldlega orðið hættulegt fyrir hið andlega líf vort. Veðrabrigði tímanna myndi ekki láta vera að hafa áhrif á oss. því allir erum vér tímans börn og látum strauma tímans hafa meiri áhrif á oss oft og tíðum en vér vitum sjálfir af. þess vegna hefir það svo rnikla þýðing fyrir ass, að heyra kirkjunni til, geta notið hjálpar hennar og fulltingis, hlýtt ráðum hennar og aðvörunum. Kirkjan er oss þá „móðirin", sem getr hjálpað oss með hinni auðugu lífsreynslu sinni og andlegum þroska. því kirkjan hefir lifað eigin lífi sínu, eins og hver einstaklingr. Saga kirkjunnar getr sagt oss frá öllu, sem fram við hana hefir komið, baráttunni, sem húu hefir orðið að standa uppi í, og reynslutímunum, sem yfir hana hafa liðið. Kirkjan getr líka sagt frá þvi, hvc beiska ávexti það hefir borið henni og hve sár- lega hún hefir mátt gjalda þess, ef hún einhverju sinni liefir látið leiðast út af hinurn trygga grundvelli sannleikans. Skyldi ekki kirkjan hafa auðgazt af öllu þessu ? Skyldi allt þetta liafa farið árangrslaust fram hjá henni ? Nei, allt hefir þetta borið ávöxt, meiri andlegan reynsluþroska, meiri hœfilegleika til að dœma og rannsaka. Kirkjan hefir tileinkað sér andlegan þroska, sem verða má einstaklingunum til hins mesta gagns. Kirkjan hefir geymt ávextina af baráttu sinni og rann- sóknum í hinum sérstöku félagsjátuingum sínum, Arangrinn

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.