Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1898, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.05.1898, Blaðsíða 9
—41— miöi kemr allt fyrir eitt. Kristin trú og kristilegr kærleikr verða ekki að skilin í reyndinni. Ef efni kristindómsopinber- unarinnar er í sannleika viðtaka veitt af trúuðu hjarta, þá veitist þeim sama manni um leið nýr kraftr til að elska eins og aldrei áðr. því efnið í opinberan kristindómsins er kærleikr, fylling hins guðlega kærleika, sem lcemr fram í því, að hinn heilagi guð í himninum elskar mennina vanheilaga, rangláta, syndfallna, meðan þeir enn þá eru óvinir haris, elskar þá svo mikið, að hann í syni sínum elskulegum gjörist maðr og fórnar hfi iians í píslarsögunni makalausu. Sé trúin lítil hjá inönnum á þessa opinberan, þessa guðlegu fórnargjörð, þá er kærleikrinn út af henni að sjálfsögðu líka lítill. því kærleikrinn í kristi- legum skilningi er sama sem líf trúarinnar, trúin sem lifandi trú. Svo þeir, sern fúsir eru að játa, að það sé trúarveikleika þeirra að kenna, að þeir finna ekki meiri hvöt hjá sér en þeir gjöra til að vera til altaris, ætti þá fika að vera fúsir til að játa, að þetta sé eigi siðr því að kenna, að þeir hafa svo sorglega lítið af þeirri óeigingjörnu elsku til annarlegra mannslífa, seni á tungumáli kristindómsins heitir kærleikr. En, vinir mínir, i og með kvöldmáltíðarsakramentinu er oss syndugum mönnum einmitt gefin sú sterkasta hvöt, sem unnt er að fá úr nokkurri átt, til þess að láta hjarta vort fyil- ast kærleika. því þar kemr drottinn persónulega með öllum kærleika sínum til hvers einstaks rnanns, sem krýpr við kvöld- máltfðarborðið, sama ómælilega kærleikanum sem knúði hann til þess forðurn að ganga út í p'slarsöguna, réttir hann að hverjum fyrir sig og ánafnar hann honum til eififrar eignar, til fullvissu um fyrirgefning syndanna, til óþrjótandi sælu- uppsprettu, til trúarstyrkingar, til kærleiksstyrkingar, til vonar, til friðar, til eil fs ltfs. Ef menn að eins væri sér þess nógu einlæglega meðvitandi, að þeir í andlegu tilliti þyrfti við lækningar, í fullri alvöru hefði þrá eftir meira Ijósi ofan að yfir sálir sínar, sterkari trú, meiri kærleika, þá myndi sú meðvitund, sú tilfinning, sú þrá alveg vafalaust leiða til þess, að þá freri hjartanlega að langa til að vera til altaris og fullnœgði þá ltka auðvitað þeirri hjartans löngun iðulega í verkinu. það hafa nú víst flestir, ef ekki allir, kristnir menn af

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.