Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1898, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.05.1898, Blaðsíða 10
—42— vorn fólki þaS réttilega á meðvitundinni, aö fylling hinnar guSlegu náSar í Jesú Kristi liggi í kvöldmáltíSarsakramentinu. þvt naumast mun neinn þeirra telja annað en rétt, gott og blessaS, af þeim, sem liggja á sóttarsænginni meS dauðann eftir rnikluui líkindum í nánd, að beiðast þessa náSarmeðals og neyta þess í því sérstaka ástandi. Og ef hér er rétt til getið, þá ber það óneitanlega vott um sannfœring eða að minnsta kosti hug- boS kristins fólks vor á meðal almennt um það', að kvöldmál- tíSarsakramentið sé eins mikils virði og æfinlega hefir kennt verið af kirkju vorri. Og þaS allt eins fyrir því, þótt aS eins tiltöiulega fáir noti þetta náðarmeða! í heilbrigSu eða sjúku ástandi eftir því, sem nú er komið vorum kirkjulega hag. þaS aS hafa þessa sannfœring eða þetta hugboS um verðmæti kvöld- máltíðarsakramentisins ætti nú vissulega að knýja menn til altarisgöngu, gjöra mönnum ljúft og ómissanda að vera til altaris. En það leiðist þó yfir höfuð aS tala ekki þannig út í reyndinni. Og sú mótsögn hygg eg aS stafi að all-miklu leyti af misskilningi á kenning nýja testamentisins um sakrament þetta. Vér heyrðum í texta vorum, skírdagspistlinum, þessi sterku aSvörunarorð postulans kvöldmáltíSarnautninni viS- víkjandi: „Hver sem etr þetta brauð og drekkr af kaleik drottins óverðuglega, sá verðr sekr viS drottins líkama ogblóð.“ Og enn fremr: „Sá, sem óverðuglega etr og drekkr, hann etr og drekkr sér til dómsáfellis." það hefir oft í kirkjunni verið lögS ákafiega einstrengingsleg áherzla á þessi postullegu orð. Og sökuin þeirrar áherzlu hefir eðlilega risið upp í huga al- mennings reglulegasta oftrú, sem vel mætti kaila hjátrú, á alt- arissakramentinu,— þannig löguð oftrú eða hjátrú, að maðr þurfi að vera svo ákafiega sterktrúaðr, með svo afar beitri iðr- unartilfinning, svo brennandi í anda, í einu orði svo fullkom- inn í kristindómslegu tilliti, til þess að geta talizt verðugr fyrir þetta náðarmeSal. Og sé muðr sá, sem gengr til altaris, ekki á þennan liátt verðugr, þ4 sé yfir hann fallinn dómr, drottinlegr fordœmingardómr. Og til þess aS komast hjá slíkum hræði- legum dómi sé því víst fyrir fiesta varlegast, að vera alls ekki til altaris. þaS j>arf nú ekki annað til þess að sannfœrast um, ftð eitthvað tneira en lítið muni veilt í þessari röksemdafœrslu,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.