Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1898, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.09.1898, Blaðsíða 4
—100— sjúkrahús í Konstantínópel og fœddi urn tíma meir en 7,000 manns á hverjum degi. þegar kemr fram á miðaldirnar, sjáum vér, að hér um bil öll líknarstarfsemin er t höndum munka og nunna. Djáknarnir eru borfnir og söfnuðirnir sjálfir hættir að sinna slíkum málum, og einstaklingarnir nærri hættir að gjöra gott í prívatlífinu. Allt erí höndum kirkjunnar. Allt fé, sem menn hafa gefið fyrir sálu sinni eða af öðrum orsökum til líknarþarfa, gengr í gegn- um klerka og munka. Starfsemin var þá búin að missa þann lif- anda kiaft kærleikans, er hún í fyrstu hafði. þ<) leystu n*.unkarnir og nunnurnar af hendi mikið verk í þá átt að hjúkra hinum sjúku, veita hvíld hinurn þreyttu, hýsa vegfarandann, hugga hinn hrellda, og leiðrétta hinn villu- ráfanda. þann dag í dag hefir kaþóiska kirkjan mikið orð á sér fyrir sína framúrskarandi líknarstarfsemi. Prótest- antar með sína betri trú og fullkotnnari þekking mega marg-oft skammast sín, þegar þeir bera sig saman við hina kaþólsku brœðr sína. þó er ekki hœgt annað að segja en að prótestanta-kirkjan hafi gjört mikið í þessa átt. í gegnum alla heunar sögu er því kirkjan líknandi, ekki síðr en kennandi. II. Hvað gjörir kirkjan á yfirstandandi tíð til að sýna kærleik sinn í verkinu? Jesús Kristr er henni hið fegrsta dœmi í þessu sem öðru. Hann hugsaði ekki einungis um að flytja hungruðum sálum faguaðarboðskapinn, heldr hugsaði hann einnig um að gefa sýn hinum blindu, láta hina höltu ganga, hina líkþráu hreinsast, hina daufu heyra, og hina dauðu upprísa. Hann gekk í kring og læknaði bæði sálir og líkami manna. í öllu falli að einhverju leyti reynir kirkjan að feta í fótspor frelsarans, það er eins með líknarstarfsemi kirkjunnar og samskonar starf Jesú Krists, að hún er svo oft samblandin prédikan orðsins, að hún verðr ekki þar frá skilin. Eg hefi sérstaklega fyrir augum mér kirkj- una á þýzkalandi, en þó á flest af því, sem eg segi, heima um kirkjuna víðsvegar um heiminn. Hvað gjörir þá kirkjan ? Ekki að eins ver hún stórfé til að stofna mikil félög í þeiui tilgaugi, að flytja fátœkuin

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.