Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1898, Blaðsíða 2

Sameiningin - 01.09.1898, Blaðsíða 2
—98 þessi kærleikr er samt ekki undirstaða vors trúarlífs, heldr ávöxtr þess. „Ávöxtr andans er kærleiki", segir postul- inn. Trúin er grundvöllr þeirrar andlegu byggingar, sem maðr reisir með lífi. sínu. Hún samtengir lijarta mannsins við guð al- máttugan, en „guð er kærleikrinn". Um leið og vér þess vegna £áum guð í hjartað veitist oss kærleikrinn. Vér £áum kraft, sem heiðnir og vantrúaðir menn ekki hafa. Kærleikrinn er hinn dýrðlegi ávöxtr vorrar kristnu trúar. þess vegna talar Jesús um kærleikann sem hið nýja hoðorð og sem einkenni á sinum lærisveinum. Jesús Kristr hefir líka sjálfr sýnt heiminum, hvað kærleikr er, með lífi sínu meðal mannanna og dauða á krossinum. því „meiri elsku hefir enginn en þá, að hann láti líf sitt fyrir vini sína.“ Allar hans gjörðir renna saman í eina mynd, hina áhrifa- mestu mynd af kærleikanum, sem mennirnir geta virt fyrir sér. það er hin sýnilega og áþreifanlega hlið hins kristilega kærleika, eins og hann kemr fram í líknarstarfsemi kirkjunn- ar, sem nú liggr fyrir oss. Til þess að binda hugsanir vorar við eitthvað ákveðið skulum vér framsetja þrjár spurningar og að einhverju leyti reyna að svara þeim. I. Hvað hefir kirkjan á liðinni tíð gjört til að sýna kærleik sinn í verkinu ? Manneðlið heimtar ætíð hið sýnilega og áþreifanlega. þess vegna bjúggu menn sér til guði, sem þeir gæti séð og þreifað á. Af þeirri ástœðu veifa menn reykelsi, búa til líkneski og dýrka helga dóina í kaþólsku kirkjunni. Af sömu ástœðu heimtar reformeraða kirkjan, að hver einasti maðr sýni trú sína af einhverjum tilteknum, ákveðnum verkum, t. d. að forð- ast vínnautn, tóbaksbrúkun og ósœmilegt orðbragð. Vegna þess líka eru íslendingar stöðugt að staðhœfa, að siðferðið eitt sé vert að taka til greina, en að trúin sé einskisverð. þetta sama manneðli kemr einnig fram í því, að vilja aldrei aðhyllast neina nýja andlega stefnu fyrr en hún er búin að sanna rétt sinn til að lifa með sjáanlegum áhrifum. Kristindómrinn er liáðr sama lögmálinu. Hans áhangendr verða stöðugt að vera íciðubúnir að sýna trú sína af verkunum. .

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.