Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1898, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.09.1898, Blaðsíða 16
■112— —Séra Friðrik J. Bergmann fór snemma í Ágúst í missíonar-erind- um til íslenzku nýlendunnar við Roseau í Minnesota-ríki norðvestan,- verðu, sem hr. Runölfr Marteinsson heimsötti rétt á undan kirkjuþingi í sumar.—Séra Friðrik för keyrandi heiman frá sór alla leið, nál. 130 mílur. Heimsötti hann margt af fölkinu í byggðinni og prédikaði þar í húsi Þjóðverja eins sunnudaginn 7. Ágúst. Dálítinn sunnudagssköla höfðu Islendingar þar nýlega byrjað þá.—Nákvæmari skýrslu frá séra Friðrik um þessa ferð hans getum vér væntanlega birt síðar. Yér höfum nokkrum sinnum bent lesendum „Sameiningarinnar" á heimilisblaðið The Illustrated Home Journal, sem út er gefið af Louis Lange Publishing Co. í St. Louis, Mo. Það er einkar vandað og fróðlegt tímarit, sem ætti að vera í höndum sem fiestra Islendinga, er lesið geta enska tungu. Nú er nýútkomið af tímariti þessu sérstakthefti, hátíðar- númer fyrir hina komandi reformazíönarhátíð 31; Október. Það er mjög prýðilegt skrautverk, fullt af vönduðum og skemmtilegum rit- gjörðum eftir ýmsa höfunda um Lúter og siðabötina lútersku, og rit- gjörðunum til skýringar margar ijömandi myndir. Þar er meðal ann- ars hin fræga mynd af Lúter eftir Lucas Cranach, mynd af húsi því, er Lúter var fceddr í, mynd af gröf hans í kirkjunni í Wittenberg, stör mynd af minnisvarða hans i Erfurt, önnur stör af hjönavigslu hans, og þriðja stör af heimilislífi hans, mynd af Wittenberg, Wartburg o. s. frv. —Eitt eintak af þessu iþróttaverki kostar að eins 10 cts. En ef nokkuð mikið er af því keypt, fæst mikill afsláttr: 12 expl. á 75 cts, 25 á §1.50 o. s. frv,— Sunnudagsskölar vorir ætti að fá sór rit þetta fyrir reforma- zíönardaginn til þess að gjöra börnunum þýðing hans minnisstœða. Hr. Jón A. Blondal, 207 Pacific Ave., Winnipeg, er féhirðir ,,Sam.“ Hr. Björn T. Björnsson, 309^ Elgin Ave., sendir ,,Sam.“ út. ,,KENNARINN“, mánaðarrit til notkunar við kristindómsfrœðslu barna i sunnu- dagsskólum og heimahúsum; kernr út í Minneota, Minn. Árgangrinn, 12 nr., kostar að eins 50 cts. Ritstjóri séra Björn B. Jónsson. Útg. S. Th. Westdal. ,,ÍSAFOLD“, lang-stœrsta blaðið á Íslandi, kemr út tvisvar í viku allt árið, kostar í Ameríku $1.50. Ilalldór S, Bardal, I81 King St„ Winnipeg, er útsölumaðr. „VERÐI LJOS !“—hið kirkjulega mánaðarrit |reirra sérajóns Ilelgasonar og Sigurðar l’, Sívertsens í Reykjavík — til sölu í búkaverzlan Halldórs S. Bardals í Winnipeg og kostar 60 cts. ,,SAMEININGIN“ kemr út mánaðarlega, 12 nr. á ári. Verð í Vestrheimi: $1.00 árg,; greiðisj fyrirfram.—Skrifstofa blaðsins: 704 Ross Ave., Winnipeg, Manitoba, Canada,—Útgáfunefnd: Jón Bjarnason(ritstj.), Friðrik J. Bergmann, Jón A.Blöndal, Björn B, Jónsson og Jónas A. Sigurðsson. 1‘KENTSMIDJA LÖGDEK.GS — WINNITEG,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.