Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1898, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.09.1898, Blaðsíða 8
—104— var drengjunum skift niðr í smáflokka, og hafði hver flokkr sitt litla heimili út af fyrir sig, en því var stýrt af heimilis- föður og móður. Wichern sjálfr var fyrsti heimilisfaðirinn og móðir hans fyrsta heimilismóðirin. þegar drengirnir fjölguðu, varð líka að fjölga þeim, sem stýrðu. Til þess starfs voru valdir menn, sem höfðu sérstaka hœfilegleika til þess ásamt sérstökum undirbúningi. Yoru það oft kvæntir menn, sem höfðu konur sínar sér til aðstoðar. Umfram allt var reynt að sýna drengj- unum eins mikinn föðurlegan os; móðurlegan kærleika eins og «1 o o O unnt var. Fyrirkomulagið er hið sama enn. Iðjuleysi er i þessari stofnan álitið eitt hið skaðlegasta fyrir unglingana; er þess því gætt, að þeir hafi ætíð eitthvað að gjöra. Meðal annars eru þeim kenndar ýmsar handiðnir, og hafa þeir meðal annars í gangi mikilhœfa prentstofnan. „Rauhe Hause“ hefir verið til fyrirmyndar mörgum sams- konar stofnunum, cr síðan hafa komizt á fót á þýzkalandi og víðar. þetta og margt fleira var verk Jóhanns Wicherns, og það ásamt því, sem á undan er sagt í þessum kafla, er dálítið sýnishorn af því, hvernig kirkjan fer að sýna kærleik sinn í verkinu á yfirstandandi tíð. III. Hvað getr svo vort eigið kirkjufélag gjört í þessu tilliti ? Vér getum ekki að svo stöddu stofnað sjúkrahús eða mun- aðarleysingjaheimili. En fyrst og fremst getum vér styrkt slíkar stofnanir, er vér sjálfir njótum góðs af, meðal annars sjúkrahúsin, sem svo margir íslendingar verða að sœkja; og svo getum vér gjört það, sem brœðrnir á hinum fyrstu öldum gjörðu áðr en nokkrar líknarstofnanir komu upp. Af andstœðingum kirkju vorrar er því stöðugt slegið fram- an í oss hér vestra, að vér séum ekkert betri í líferni voru en þeir, sem ekki standi í neinni kirkju. „Sýn mér trú þína af verkum þínum“ eru hin egnandi orð, sem þeir sífellt hrópa í eyru vor. Með öðrum orðum: þeir mana oss til að sanna, að vor trú sé betri en þeirra trúleysi. þar sem svona stendr á, hlýtr hver hugsandi sannkristinn maðr í kirkjufélagi voru að sjú, hve nauðsynlegt það er að sýna, að hver einasti sannr lærisveinn Jesú Krists er merkisberi kærleikans. Eins og kristindómrinn

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.