Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1898, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.09.1898, Blaðsíða 3
—99— Hinir fyrstu kristnu menn sýndu svo vel trú sína af verk- unum, að heiðingjar dáðust að og sögðu : „Sjá, hvernig hinir kristnu elska hver annan það hefir veriö sagt af manni, sem þekkir vel til þessara mála, að kristindómrinn hafi í fyrstu sigrað heiðindóminn eins mikið með því, sem hann gjör&i, eins og með því, sem hann sagffi Undir eins og kristinn söfnuðr var myndaðr í Jerúsalem var unnið að því, að veita fátœkum, sjúkuin og sorgmœddum alla þá aðstoð, hjúkrun og huggun, sem frekast var unnt. þeg- ar söfnuðrinn stœkkaði, voru sérstakir menn, liinir sjö djáknar, kjörnir til að sinna líknarstarfseminni sérstaklega. Konur eins og Tabíta. Lydía, Priskilla og Febe voru starfandi í sömu átt. Postulinn Páll var stöðugt líknandi um leið 0" hann var kenn- andi. I bréfum sínum hvatti hann mjög til kærleiksríks lífernis, og sjálfr sýndi hann í verkinu, hve hlynntr hann var þessari starfsemi, t. d. með þeirri innilegu umhyggju, sem hann bar fyrir hinum tatœka söfnuði í Jerúsalem. Oftar en einu sinni fœrði hann þeim stórgjafir.. sem hann hafði safnað í söfnuðum þeim, er hann myndaði á kristniboðsferðum sínurn. það voru samt fleiri en leiðtogarnir, sem sinrrtu líknar- starfseminni á þessu tímabili. Kristnir menn almennt álitu það skyldu sína, að veita brœðrunum alla hjástoð, sem unnt var. Hús þeirra og hjörtu stóðu stöðugt opin fyrir þeim, sem bágt áttu. þeir, sem á ofsóknartímum sátu í fangelsum, nutu allrar þeirrar umönnunar, sem mögulegt var að veita. Með þræla var sérstaklega vel farið, og í söfnuðinum stóðu þeir jafnir hús- bœndum sínum. þegar stundir liðu fram, varð meir og meir af því, að söfnuðirnir hefði sérstaka embættismenn til þess að hafa umsjón yfir líknarstarfseminni. Voru það aðallega djákn- arnir, bæði kvenfólk og karlmenn, sem inntu slíkar skyldur af hendi. Eftir að kristindómrinn liafði verið lögleiddr í hinu róm- verska ríki á dögum Konstantíns fóru meir og meir að rísa upp margvíslegar líknarstofnanir, sérstaklega þó sjúkrahús. Kirkju- faðirinn Basíl mikli kom á fót ákaflega mikilli líknarstofnan i bœnum Sesarea, og varði hann öllum sínum auði í þarfir liinna nauðstöddu. Krysostomus (Jóhannes gullmunnr) stofnaði

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.