Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1898, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.09.1898, Blaðsíða 12
—ÍOS grímr flutti í kirkjunni eftir að eg hafði lokið prédikan minni við hina áminnztu guðsþjónustu, lagði hann mönnum meðal annars þau orð á hjarta. Organ var flutt í kirkjuna og á það leikið samfara söngnum við þetta trekifœri. Guðsþjónustan var vel viðunanlega sótt. Seinna um kvöldið skírði eg tvö börn í húsi einu spölkorn fyrir norðan kirkjuna. þarskildum við séra Steingrímr. Hann fór norðr á eyjarenda til að vera þar til taks, er gufubátrinn um nóttina kœmi að norðan. Og komst hann næsta dag með bátnum til Selkirk, flutti þar fyrirlestr sama kvöldið í kirkjunni ug prédikaði sunnudaginn næsta bæði að morgni og kvöldi. A leiðinni suðr heim til sín oftir helgina prédikaði séra Steingrímr í íslenzku kirkjunni í Pembina — á þriðjudagsk völdið. Sama dag, sem gufubátriun fór með séra Steingrím til Seb kirk.lagði eg lika á stað til ferðar burt úr eynni til lands, og var ferðinni lieitið upp í íslendingafljót. Hr. Einar þorkelsson veitti mér far á góðum seglbáti. En er vér vorum komnir norðr og og vestr fyrir eyjarendann, kom Jogn, og biðum vér leiðis alian síðara hluta dagsins og nóttina næstu í húsi einu á vestrströnd cyjarinnar norðarlega. Sjóferðin gekk vel eftir það. Eklci komst eg þó upp til Lunds við Islendingaftjót fyrr en að áliðn- um degi á laugardag. Hafði eg helzt hugsað mér að prédika ekki þar við Fljótið næsta sunnudag, heldr á einhverjum öðrum stað þar í grenndinni, annaðhvort suðr í Breiðuvík, eða uppi í Efri- byggð — lengi’a upp með Fljótinu, eða norðr á ísafold — ný- byggðinni norðr frá Fljótsósnum. En af því svo mjög var liðið á laugardaginn, er eg komst í land, sá eg, að tíminn myndi of naumr til að senda messuboð til þessara staða. Svo eg afréð, að halda kyrru fyrir við Fljótið neðra — í Brœðrasöfnuði — fram yfir helgina. Bjóst eg þá við að hlýða messu hjá séra Oddi V. Gíslásyni þennan sunnudag, 28. Agúst, þar í skólahúsinu í Lundi. ]rví eg vissi, að hann ætlaði að prédika þar þá. Hann var ekki heima, er eg kom, og kom hann ekki heim fyrr en seint um kvöldið. En er eg hitti hann á sunnudagsmorguninn, bað hann mig að prédika í sinn stað, og þaö gjörði eg. Að guðs- þjónustu aflokinni gjörði eg mönnurn meðnokkrum orðum grein fyrir þessari ferð minni, og tók eg fram, bæði þar og annars- staðar í Nýja íslandi, þar sem eg prédikaði, að eg væri ekki

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.