Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1898, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.09.1898, Blaðsíða 13
—109— kominn til þess aS eiga neitt viS kirkjumál byggSaríags þessa hið ytra, heldr eingöngu til þess að heilsa upp á menn í Jesú nafni og eftir mætti að hvetja menn til að glœöa hjá sér ljós kristinnar trúar í hjörtunum og húsunum. — Næsta dag, mánu- dag, fór eg fótgangandi norðr í ísafoldarbyggð, og fór hr. Bjarni Marteinsson, sem stýrir sunnudagsskóla Brœðrasafnaðar og er einn af safnaðarfulltrúunum þar, með mér norðr þangað. Messu- boð voru send daginn áðr, en þau komust ekki í nærri því öll húsin. Guðsþjónustan í ísafoldar skólahúsi þennan dag varð því fremr fámenn. Eitt barn skírði eg þar. — A þriðjudag fór eg ríðandi suðr í skólahús Breiðvíkinga, sem nefnist Baldr, og prédikaði þar. Við þá guðsþjónustu voru 3 til altaris. — Á miðvikudag prédikaði eg í Geysis skólahúsi í Efri-byggö. þar telr kirkjufélagið einn söfnuð sér tilheyranda — Fljótshlíðar- söfnuð; en hann hefir að undanförnu nálega legið í dái. En það heyrði eg á mönnum þar, að fegnir vildu þeir, að eitthvað væri þar gjört til þess að glœöa kirkjulegan félagsanda. Og góða von hefi eg um, að sunnudagsskóli komist þar á hið fyrsta. Skólakennarinn þar, hr. J. Magnús Bjarnason, er slíkri starf- semi mjög hlynntr. Sama löngan er lifandi hjá ýmsum góðum mönnum í Breiðuvíkr byggðinni. Frá Geysi fór eg niðr með Fljótinu, og hefir mér aldrei áðr þótt plássið þar eins fagrt. Á fimmtudaginn ók hr. Gunnsteinn Eyjólfsson með mig suðr að Hnausum í Breiðuvík. En þaðan liélt eg degi síðar ásamt Bjarna Marteinssyni suðr í Árnesbyggð. Á þessu svæði er smá- söfnuðr einn kirkjufélaginu tilheyrandi—Árnessöfnuðr. Flutti eg þar þann dag tvær guðsþjónustur, sína í hvoru skólahúsi þeirrar byggðar, og skírði börn á báðum stöðunum. Héldum við svo á laugardaginn áfram reiðinni suðr frá Dagverðarnesi að Girnli. þar prédikaði eg á sunnudaginn 4. Sept. í kirkjunni. Og var býsna fjölmennt við þá guðsþjónustu. Tvö börn skírði cg þar. Að guðsþjónustu lokinni skildi Bjarni Marteinsson við tnig og liélt norðr heim til sín. Kirkjan á Gitnli er eina kirkjan á megin- landi Nýja íslands, úr sama efni gjör og Mikleyjarkirkja, og ekki óálitlegt hús tilsýndar; en innan í hana hefir aldrei verið smíðað neitt. því áðr en farið væri við það verk að eiga leyst- ist söfnuðrinn, sem komið hafði húsi þessu upp, í sundr. Trúar- fráhvarf séra Magnúsar Skaftasens iciddi til þeirrar cyðingar,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.