Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1898, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.09.1898, Blaðsíða 6
102— sfcarfsemi. Kirkjan reynir líka að frelsa heiminn frá eyðilegg- ing ofdrykkjunnar. Konur, sem búnar eru að missa sakleysi sitfc og fallnar eru í hyldjúp svívirðingarinnar, reynir kirkjan einnig fcil að þrífa úr þrælahaldi djöfulsins og leiða aftr á veg gæfu og blessunar. Fyrir utan þetta allfc er hið stórkostlega sfcarf, sem kirkjan vinnr til að hjálpa sjúklingum og hinum fátæku. það er mönnum talsvert kunnara en hitt, og segjum vér því ekki meira um það að sinni. En það væri, ef til vill, ekki úr vegi áðr en vér skiljumsfc við þessa hlið málefnisins að minnast með fám orðum á starf tveggja manna, sem voru verkfœri í guðs hendi til að leiða mikla líknandi blessan yfir mannkynið. Annar þeirra er Theodor Fleidner, fœddr árið 1800, prestr í fátœkum lúterskum söfnuði í sinábœ einum, Kaiserswerth, við ána Rín, á vestanverðu þýzkalandi. Bœrinn var aðallega ka- þólskr, og átti Fleidner örðugt uppdráttar. Samt starfaði hann. Fyrir utan prestsverk sín gaf hann sig mjög að líknarstarfi meðal glœpamannanna í fangelsinu þar í bœnum og reyndar víðar um þýzkaland. Árið 1833 kom til hans kvenmaðr, sem þá hafði fengið lausn úr fangelsi. Hún hafði hvergi höfði sínu að að halla og bað Fliedner að veita sér liðsinni. Hann hafði ekkert húsaskjól fyrir hana nema svo lítinn sumarkofa úti í garðinum (12x12 fet). þangað var húu boðin velkomin. Brátt komu fleiri, sem líkt var ástatt fyrir. Fleidner varð mjög gagn- tekinn af löngun til að hjálpa þessu fólki og yfir höfuð hinum líðanda mannheimi. Hann langaði sárlega til þess að „lina þreyttum þrautabönd, og þjáðum kross að létta“. í fyrstu kristni hafði mikill fjöldi kvenna helgað guði líf sitt til þess að lina neyðina og minnka kvalirnar meðal brœðranna. Hví skyldi kvenfólk ekki vera eins hœfilegt til þess starfa nú eins og fyrr? Með það fyrir augunuin endrstofnaði Fleidner kvendjáknaem- bættið árið 1836. Kvendjáknar hinnar fyrstu kristni voru hér til fyrirmyndar að svo miklu leyti.sem ástœður nútímans leyfðu. þar ástœður kröfðust þess sérstaklega, að konur væri vel undir- búnar undir þennan starfa. Stofnan Fleidners í Keiserswerth varð því bæði að vera skóli og aðalheimili kvendjáknanna, sem henni tilheyrðu. Fleidner er nú kominn til sinnar síðustu hvíldar, en verkið hans lifir og blómgast,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.