Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1898, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.09.1898, Blaðsíða 14
-110- Kirkjan komst í niSrlæging, þar sem enginn var nú í rauninni orSinn eigandi hennar. Mér var sagt, aS þetta væri í fyrsta sinni, sem í henni hefði verið prédikað síðan séra Björn B. Jóns- son hafði þar með mönnum guðsþjónustusamkomu árið 1893. Nú hefir skólanefndin þar á staðnum með hjálp almennings skólahéraðsins náð eignarhaldi á húsinu, hvort sem það nokk- urn tíma verðr notað til skólahalds eða ekki. Ekki hefir neinn nýr söfnuðr enn verið myndaðr á Gimli. En vísir til safnaðar er þar þó og hefir lengi lifað þar, þó að lítt hafi verið kunnugt út í frá. Húsfrú þorhjörg Pálsson, kona hr. Kristjáns P. Páls- sonar, hefir með aðstoð nokkurra annarra samhentra kvenna svo árum skiftir haldið þar uppi sunnudagsskóla, og sagði hún mér, að tala innritaðra barna væri þar nú um 70. Er sú starfsemi stórrav þakkar verð og hlýtr að leiða til þess, að reglulegr söfn- uðr rísi þar upp nálega eins og af sjálfu sér undir eins og pláss þetta hefir fengið stöðuga prestsþjónustu. — Gimli er nú orðinn talsvert þorp, sem stórum liefir prýkkað síðan bœjarstœðið hefir verið rutt og hreinsað og er orðið að þurrlendi. Á mánudaginn 5. Sept. fór eg akandi suðr í syðra hluta Víðinesbyggðar, og prédikaði í Kjarna slvólahúsi á suðrbakka Víðiár. En fólk var fremr fátt. Eftir guðsþjónustu skírði eg barn í ibúðarhúsi því, er skólinn er heitinn eftir. Og með því var missíónar-starfi mínu í Nýja íslandi eiginlega lokið. í þessum parti byggðarinnar er svo kallaör Víðinessöfnuðr, sem kirkjufélagið telr sér tilheyranda. En þar hefir verið mjög lítið um kirkjulega starfsemi nú á seinni árum. þó hefir stundum verið átt þar við sunnudagsskólahald. þegar eg næst á undan þessu kom til Nýja íslands, árið 1891, var talsvert öðruvísi þar umhorfs en nú. Eigi löngu þar á undan hafði voðaleg skógarbrenna gengið þar yfir nýlendu- svæðið, stóra fláka af öllum byggðapörtunum á meginlandi. Og þegar eg urn árið var þar á ferð, voru þessi brunnu svæði enn nálega kolsvört og með öllum merkjum eyðileggingarinnar, í fyllsta máta œgileg og dauðaleg að útliti. Nú þar á móti eru þeir fiákar allir að sumarlagi orðnir grœnir og lifandi, alsettir þéttum, lífkröftugum undirskógi, — netna þar sem mannshöndin liefir komið til og rnyndað úr eyðunutn gömlu akrbletti eða grasi vaxna bala. En sortinn og bruninn og dauðinn er ally

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.