Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1898, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.09.1898, Blaðsíða 9
—105— í fyrstu sannaði ágæti sitt af sínum lífernis-kærleika, eins hlját- um vér að sanna hið ævaranda gildi hins sanna kristindóms á alveg sama hátt. það er heimtað af oss að sanna, og vér meg- um til að sanna, eða að öðrum kosti munum vér koma „óorði á hið góða nafn, sem vér erum nefndir“ (Jak. 2, 7). það er ekki hœgt að segja, að vér kirkjufélagsmennirnir höfum ekki nóg af tœkifœrum, af alveg sama tagi og hinir fyrstu kristnu menn, til að láta kærleik vorn í Ijósi í vérkinu. „Fátœka hatið þér ætíð hjá yðr“, sagði Jesús. Hið sama má segja um hina sjúku og aumu og á ýmsan hátt líknarþurfandi á meðal vor hæði í borgunum og eins úti í sveitunum. Hver einasti safnaöarmaðr á að skoða sjálfan sig eins og embættismann safnaðarins, er hefir þá skyldu á herðum, að líta eftir með þeim, í sínu nágrenni, er að einhverju leyti líða, heim- sœkja þá, vaka yfir hinum sjúku, hugga hina hrelldu, aðstoða hina munaöarlausu, vernda þá, sem aðrir ásælast, verma hina köldu, metta hina hungruöu, klæða hina nöktu, já, og jafnvel vitja þeirra, sem í fangelsum sitja. þegar safnaðarmaðrinn kemst að raun um, að hann einn er ekki fœr um að veita þá líkn í sínu nágrenni, sem við þarf, ætti hann að kveðja til liös sér meðbrœðr sína, að svo miklu leyti, sem við þarf. það kemr oft fyrir, að söfnuðrinn sjálfr ætti að taka samskot til að hjálpa fátœkum meðlim, sem líðr skort. þessu verðum vér að sinna og þannig að sýna vorn kristindóm. Vér erum reyndar minnt- ir á, að kristindómrinn eigi að vera í hjartanu, og aldrei getmn vér lært þann sannlcika of vel ; en það lítr út fyrir, að sumir sé svo hræddir við að sýna sinn kristindóm, að þeir hafi hann stöðugt lokaöan inni í einhverjum afkima hjarta sins þangað til hann kafnar alveg. það er auðvitað til aðferð að sýna svo kall- aðan kristindóm á þann hátt, sem að eins verðskuldar hina dýpstu fyrirlitning ; en það ætti ekki að skapa hræðslu hjá oss við að sýna ekta kristindóm á þann hátt, sem er eðlilegr og sjálfsagðr. í öllu þessu tilliti getum vér mikið lært af hinum innlendu brœðrum vorum. þeir kunna svo vel að gjöra gott, margir hverjir. Hve ákafiega mikið er gjört af því að heimsækja hina þjáðu í spítölunum, skemmta þeim, lána þeim bœkr, senda þeim angandi blóm og gjöra annað samskonar til að kasta eins mikl- um ljósgeislum inn í þau kvalaheimkynni eins og mögulegt er.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.