Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1898, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.09.1898, Blaðsíða 10
—10G KenniS hinum uugu vel aS gjöra í þessu tilliti sem öSru. í staöinn fyrir að gefa börnunurn gjafir á jólunum veita sumir sunnudagsskólar þeim tœkifœri til að koma með gjafir handa fátœkum. „Sælla er aS gefa en þiggja.“ Fagrt er að kenna og læra þetta. það er vert í þessu sambandi að minnast á starf sunnudags- skólakennaranna í „Fyrstu lútersku kirkju“ í Winnipeg við að hjálpa bjargþrota íslendingum í bœnum vetrinn 1891—95. Nefnd þessi var starfandi frá því í Nóvember og þangað til í Júní. „Leitaði hún samskota meðal almennings og útbýtti síð- an smámsaman gjöfum þeim, er inn komu, meðal þurfamanna.“ $149.50 voru þannig útlagðir úr nefndarsjóði fyrir utan gjafir ýmsra í mat og fötum. Um 120 manns munu hafa notið góðs af þessu starfi nefndarinnar (samanber „Sam.“ X, 4). þetta ætti að vera hvetjanda dœmi fyrir söfnuði vora og starfsemi víðs- vegar. ]>að er enn annað, sem kirkjufélag vort getr haft í huga, og það er að reyna að nota starf kvendjáknanna, sem þjóðflokkr vor kann að eignast, í söfnuðum vorum í bœjunum. Slík starf- semi er nú að útbreiðast í lúterskum söfnuðum í öðrum kirkju- félögum. Vanrœkjum ekki líknarskylduna. Nóg er verkefnið, Nóg eru tœkifœrin. Nógir eru hinir hjálparþurfandi, Gíuð sé lof- aðr fyrir aumingjana, sem vér megum liðsinna, og guð veiti oss krafta til að vera, þegar á þarf að halda, huggandi í orði og líknandi í verki! Ferð til Nýja íslancls. Eftir ritstjöra „Sam.“ A kirkjuþinginu í sumar var mér falið á hendr að fara missíónar-ferð til Nýja íslands. Og lagði eg í því skyni á stað héöan frá Winnipeg laugardaginn 20. Ágúst norðr til Selkirk. Séra N. Steingrímr þorláksson hafði þegar í sumar, er hann var hér á kirkjuþinginu, gjört ráð fyrir að bregða sér líka norðr til Selkirk og verða mér samferða þangað, þegar eg fœri, og það gjörði hann nú, mér til mikillar ánœgju. Næsta sunnudag pré-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.